Fréttir

2.flokkur leikur gegn FH á fimmtudag!

Á morgun fimmtudaginn 25.Ágúst tekur 2.flokkur á móti FH á Akureyrarvelli klukkan 18:00. FH er sem stendur á toppum með 29 stig en KA í 7.sæti með 18 en einn leik inni! Allir á völlinn klukkan 18:00 á morgun! Mætingin hefur vægast sagt verið ömurleg í síðustu leikjum!

KA leikur gegn Fjölni í kvöld!!

Í kvöld fara okkar menn suður og leika við Fjölni en þetta er frestaður leikur vegna þáttöku Fjölnis í Futsal. Leikurinn hefst klukkan 18:30 á Fjölnisvelli og allir á völlinn í gulu og bláu og styðja okkar menn!!! ÁFRAM KA

6. flokkur karla og kvenna með gull

6. flokkur karla og kvenna léku í dag á annars vegar Pollamóti og hins vegar Hnátumóti sem eru Íslandsmót 6. flokks. Mótunum er skipt í Suðurlandskeppni og Norður-&Austurlandskeppni

Breyttur æfingartími yngri flokka næstu vikur

Nú þegar skólarnir eru í þann mund að byrja hefur tímatafla ynfri flokka tekið nokkrum breytingum og æfa flokkarnir frá og með mánudeginum næsta til 8.september eins og stendur hér að neðan:

2.flokkur spilar við ÍA á morgun 21.ágúst

Á morgun tekur 2.flokkur á mót ÍA í A-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Akureyrarvelli og allir eru hvattir til að láta sjá sig eftir frábæran 3-0 sigur á Víking! Fyrri leikur liðanna fór 3-3 í hörku leik þar sem KA jafnaði á 93.mínútu og því má búast við hörku leik aftur á morgun. Liðin sitja í 5 og 6 sæti deildarinnar og eru Skagamenn með 19 stig einu meira en KA. Þannig allir á völlinn á morgun og styðjum KA!!!!

Umfjöllun: KA 1 - 2 Selfoss

KA-menn tóku á móti Selfyssingum í fyrstu deild karla í kvöld í frábæru veðri á Akureyrarvelli. Eins mikið og mig myndi langa að skrifa langa umfjöllun er það bara ekki hægt, en þrátt fyrir 3 mörk gerðist EKKERT nema örfá dómaramistök.  

KA - Selfoss á morgun 19.águst!

 Á morgun, föstudag, taka KA-menn á móti Selfossi á Akureyrarvelli. Spáð er draumaveðri til knattspyrnuiðkunar, 13 stiga hita, 3 metrum norð/austan og skýjuðu = ENGIN AFSÖKUN FYRIR AÐ MÆTA EKKI! Leikurinn hefst klukkan 18:15 og ALLIR VERÐA ÞAR!    

Frábær sigur 2. flokks á Víkingi R

2. flokkur kk lék í gær við Víking R. að viðstöddum örfáum hræðum á Akureyrarvelli. Víkingar voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn og unnu þeir fyrri leik liðanna 5-2, en þeir sáu aldrei til sólar í leiknum og var gamli KA-maðurinn Davíð Örn Atlason, sem var á láni hjá KA fyrripart sumars frá Víkingi, þeirra langbesti maður.

Leik 2.flokks frestað: Fer fram mánudaginn 15. ágúst!!

Leik 2. flokks við Víking, sem fram átti að fara sunnudaginn 14. ágúst, hefur verið frestað um sólarhring og verður hann spilaður á Akureyrarvelli mánudaginn 15. ágúst kl. 17:30. Ástæða frestunarinnar er sú að Víkingar náðu ekki í lið eftir að hafa fengið 2 rauð spjöld gegn Þór sl. föstudag og meginþorrinn af liðinu var í útlöndum að skemmta sér, því var leiknum frestað þannig að Víkingar gætu náð saman í lið.  Það breytir engu fyrir KA-menn því þeir ætla sér sigur gegn toppliðinu. Leikurinn fer fram sem fyrr segir á Akureyrarvelli  og eru allir hvattir til að mæta og styðja strákana í baráttunni!

Myndaveisla: KA 4 - 1 Þróttur

KA sigraði Þrótt á Fimmtudag eins og flestir vita og Sævar Geir var á vellinum og tók myndir. Ef smellt er á lesa meira, má sjá myndirnar og einnig 4.mark KA, sem er samsett úr nokkrum myndum sem Þórir Tryggva tók.