26.07.2011
Það var óvenju vel mætt á KA-völlinn í kvöld þrátt fyrir að rigningarlegt væri um að
litast. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur og stóð alveg undir væntingum hvað það varðar. Bæði lið áttu góðar rispur
í leiknum og var það Sandor Matus markvörður KA sem stal senunni í lok leiks.
26.07.2011
Í dag er komið að heimaleik, okkar menn fá þá HK-inga í alvöru 6 stiga leik. Bæði lið þurfa
á stigunum að halda og við stuðningsmenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa liðinu á fætur eftir slæma byltu!
Leikurinn hefst klukkan 18:15 að staðartíma og okkar iða græna velli, KA vellinum (áður Ak.völlur).
25.07.2011
Í dag gekk skoski miðjumaðurinn Brian Thomas Gilmour í raðir KA-manna og er hann nú þegar kominn með leikheimild og verður því
löglegur með KA í leiknum gegn HK á Akureyrarvelli á morgun kl. 18.15. Gilmour kom til landsins sl. föstudag og æfði með KA-liðinu um helgina og
í kjölfarið var gengið frá samningi við hann í dag, sem gildir út keppnistímabilið.
24.07.2011
Umfjöllun um leik KA og ÍR sem fram fór á ÍR-velli í Breiðholtinu.
Í stúkunni voru stuðningsmenn KA í mikilli yfirtölu og var afar gaman að sjá það en fjórði flokkur karla er í keppnisferð
í borginni og mættu strákanir að sjálfsögðu á leikinn til að styðja sína menn.
22.07.2011
Okkar menn leggja land undir fót í dag og gestgjafar verða ÍR-ingar í Breiðholtinu. Leikurinn er í 12. umferð.
21.07.2011
Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands sem keppir á Norðurlandamóti U-17 landsliða
á Norðurlanda í vikunni eftir verslunarmannahelgi. Ísland teflir fram tveimur liðum í mótinu og er Ævar Ingi í liði Íslands nr. 1 en
Fannar er annar tveggja markvarða í liði 2
20.07.2011
Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA er þrátt fyrir allt ekki orðinn áhyggjufullur af stöðu liðsins en segist
vel vita að liðið þurfi betri úrslit og ekki sé hægt að bíða endalasut eftir þeim “Það var vitað mál fyrir mót að þetta yrði gríðarlega jöfn deild. ÍA og Selfoss eru á siglingu og
munu að öllum líkindum enda í efstu tveimur sætunum, í það minnsta er ÍA í sérflokki. Hin liðin geta öll
tekið stig af hvert öðru"
19.07.2011
Næstur á dagskrá í “Hvar er hann nú?” er varnartröllið Antal Lörinc sem lék með KA
árið 2005. Nú orðið á hann veitingastað í Ungverjalandi. Antal var varnartröll að guðs náð og sagði einn góður
leikmaður KA við mig “hann fékk sér alltaf rauðvín fyrir leik og var alltaf lang bestur” spurning hvort að KA liðið þurfi að hella
í sig rauðu fyrir leik.
19.07.2011
KA-stelpan Ágústa Kristinsdóttir, leikmaður Þórs/KA í 2. og meistaraflokki, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp U-17
fyrir úrslitakeppni Evrópumóts U-17 sem fram fer í Sviss í næstu viku. Ágústa var í undirbúningshópnum, en var ekki valin
í endanlegan hóp, en vegna meiðsla tveggja leikmanna var Ágústa og Berglind Rós Ágústsdóttir úr Val, verið
kallaðar inn í hópinn.
18.07.2011
Um helgina fór fram árlegt Nikulásarmót á Ólafsfirði. KA átti 6 lið í mótinu, 4 frá 7.flokki og 2 frá 6.flokki.
Veður var eins og best verður ákosið í Ólafsfirði, ískuldi og norðanátt. En veðrið skipti engu því það var
fótboltinn sem var í fyrirrúmi. Strákarnir allir sem einn stóðu sig með prýði og voru félaginu til sóma innan vallar sem utan. Einn
bikar kom heim með 7.flokki,