Fréttir

Ævar Ingi og Fannar í landsliðshópi Íslands

Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands sem keppir á Norðurlandamóti U-17 landsliða á Norðurlanda í vikunni eftir verslunarmannahelgi. Ísland teflir fram tveimur liðum í mótinu og er Ævar Ingi í liði Íslands nr. 1 en Fannar er annar tveggja markvarða í liði 2

Gulli: Við þurfum að ná að berja okkur saman!

Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA er þrátt fyrir allt ekki orðinn áhyggjufullur af stöðu liðsins en segist vel vita að liðið þurfi betri úrslit  og ekki sé hægt að bíða endalasut eftir þeim “Það var vitað mál fyrir mót að þetta yrði gríðarlega jöfn deild.  ÍA og Selfoss eru á siglingu og munu að öllum líkindum enda í efstu tveimur sætunum, í það minnsta er ÍA í sérflokki.  Hin liðin geta öll tekið stig af hvert öðru"

Hvar er hann nú - Antal Lörinc

Næstur á dagskrá í “Hvar er hann nú?” er varnartröllið Antal Lörinc sem lék með KA árið 2005. Nú orðið á hann veitingastað í Ungverjalandi. Antal var varnartröll að guðs náð og sagði einn góður leikmaður KA við mig “hann fékk sér alltaf rauðvín fyrir leik og var alltaf lang bestur” spurning hvort að KA liðið þurfi að hella í sig rauðu fyrir leik.

Ágústa Kristinsdóttir kölluð inn í landsliðshóp U-17 fyrir Evrópumótið

KA-stelpan Ágústa Kristinsdóttir, leikmaður Þórs/KA í 2. og meistaraflokki, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp U-17 fyrir úrslitakeppni Evrópumóts U-17 sem fram fer í Sviss í næstu viku. Ágústa var í undirbúningshópnum, en var ekki valin í endanlegan hóp, en vegna meiðsla tveggja leikmanna var Ágústa og Berglind Rós Ágústsdóttir úr Val, verið kallaðar inn í hópinn.

KA drengir stóðu sig með prýði á Nikulás

Um helgina fór fram árlegt Nikulásarmót á Ólafsfirði. KA átti 6 lið í mótinu, 4 frá 7.flokki og 2 frá 6.flokki. Veður var eins og best verður ákosið í Ólafsfirði, ískuldi og norðanátt. En veðrið skipti engu því það var fótboltinn sem var í fyrirrúmi. Strákarnir allir sem einn stóðu sig með prýði og voru félaginu til sóma innan vallar sem utan. Einn bikar kom heim með 7.flokki, 

Tap gegn Leikni

Leiknir hafði 2-0 sigur á KA-mönnum á Akureyrarvelli sl. laugardag. Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk Leiknis, það fyrra á 40. mínútu og seinna markið á 63. mínútu. KA-menn fengu sannarlega færi í þessum leik til þess að skora mörk, en eins og oft áður vantaði að klára færin. Næsti leikur KA verður á útivelli gegn ÍR nk. föstudagskvöld.

Leiknir í heimsókn

Við tökum á móti Leiknismönnum á glæsilegum Akureyrarvelli í 12. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag og hefst leikurinn kl 16.00 stundvíslega.

Fannar Hafsteinsson til reynslu hjá Watford og Tottenham

Fannar Hafsteinsson, hinn stórefnilegi 16 ára  markvörður K.A. fer eftir helgi til fyrstu deildarliðsins Watford  og úrvalsdeildarfélagsins Tottenham til reynslu.  Hann mun dvelja í Englandi næstu 12 daga.

Elmar Dan genginn í raðir KA: Sætti mig aldrei við að tapa leikjum

Elmar Dan Sigþórsson gekk í dag í raðir KA-manna og verður löglegur með KA í leiknum mikilvæga á móti Leikni á Akureyrarvelli á morgun. Elmar Dan hefur undanfarin tvö ár búið í Noregi og spilað með tveimur þarlendum liðum, síðast með 2. deildar liðinu Förde. Elmar Dan hefur nú flutt heim til Akureyrar með fjölskyldunni og er albúinn að taka þátt í slagnum sem framundan er með KA.

Myndaveisla frá sigri 2.flokks á Þór

Þórir Tryggva stendur alltaf fyrir sínu og sendi að vanda myndir frá leik KA og Þórs í 2.flokki á miðvikudag. Myndir má sjá hér!