Fréttir

KA 2 sigraði Samherja á Soccerade - mótinu í gær

Fyrsti leikur KA á Soccerade mótinu fór fram í gær en það voru strákarnir í 2. flokk sem riðu á vaðið. Öttu þeir kappi við nágranna okkar úr Eyjarfjarðarsveit, Samherja. Skemmst er frá því að segja að strákarnir unnu leikinn 3-1 og eru nú efsta sæti riðilsins með 2 stig og bestu markatölu. Næstu helgi helgi tekur meistarflokkur (KA1) á móti 2. flokk Þórs, föstudaginn 15. jan kl 19:45 og á laugardag mætir 2. flokkur (KA2) Draupni kl 14:15.

Soccerade - mótið hafið! KA sendir meistaraflokk og 2. flokk

Hið árlega Soccerade - mót hófst í dag. Mótið er hugsað sem undirbúningsmót fyrir liðin hér á norðurlandi en alls eru 10 lið skráð til leiks en mótið stendur til 21. febrúar. Fyrsti leikur KA manna á mótinu er á morgun þegar 2. flokkur etur kappi við Samherja úr Eyjafjarðarsveit. Það er um að gera fyrir alla fótboltaþyrsta KA menn að mæta í Bogann á morgun en leikurinn hefst kl 14:15. Næstu helgi munu svo bæði meistaraflokkur og 2. flokkur keppa þannig að það verður nóg að spennandi hlutum að gerast í boltanum á næstu vikum. KA síðan verður með litla hliðarsíðu tileinkaða mótinu þar sem hægt er að sjá leikjaniðurröðun, riðla og einnig samantekt yfir allar fréttir sem skrifaðar verða um mótið. Þú getur smellt hér eða farið í "Soccerade mótið" í valmyndinni hér að ofan.

Innanhúsmótið tókst vel

Knattspyrnudeild stóð fyrir gamlársmóti í innanhús knattspyrnu en það fór fram á næst síðasta degi ársins, mótið var haldið til styrktar deildarinnar. Alls skráðu sig til leiks 7 lið og þóttu þáttakendur sýna mikla takta innan sem utan vallar. Liðin sem skipuðu sér í þrjú efstu sætin voru Draupnir í þriðja, Fc Þrúgur í öðru og svo voru það Brothættir sem tóku fyrsta sætið. Telja menn að "Brothættir" sé vísun í aldur liðsmanna en þegar á ákveðið aldursskeið er komið vilja menn verða brothættir, ekkert hefur þó verið gefið út um það opinberlega. Blöðin eru reyndar þegar farin að tala um samsæri en Bjarni Áskels formaður deildarinnar var í liðinu. Hann vildi ekki tjá sig um málið í dag.

Innanhúsmót í knattspyrnu í KA - Heimilinu

Nú er í þann mund að hefjast innanhúsmót í knattspyrnu í KA - Heimilinu. Knattspyrnudeild KA stendur fyrir mótinu en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið á vegum deildarinnar. Keppt verður frá 17 og fram eftir kvöldi en alls eru 7 lið skráð til leiks.

Myndir af jólaæfingu yngri flokka í Boganum

Sl. laugardag var síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri flokkunum og að því tilefni mættu iðkendur með jólasveinahúfur og í skrautlegum búningum. Aðalmálið var þó að tveir jólasveinar gáfu sér tíma og kíktu á krakkana og tóku m.a. þátt í æfingunum.

Innanhússmót í KA-heimilinu 30. des

KA ætlar að skemmta fólki yfir hátíðarnar með því að halda innanhússmót í fótbolta í KA-heimilinu miðvikudaginn 30. desember. Er mótið hugsað sem blanda af skemmtun og nauðsynlegri áreynslu, svipað og hið velheppnaða árgangamót sem haldið var í fyrrahaust. Tilkynna skal þátttöku á netfangið gassi@ka-sport.is fyrir 20. desember.

Riðlaskiptingin fyrir deildarbikarinn klár

KSÍ hefur gefið út riðlaskiptinguna fyrir hinn árlega deildarbikar sem fer fram eftir áramót og er einn helsti liðurinn í undirbúningi liðanna fyrir Íslandsmótið. KA er í A-deild og riðli 2.

Völsungar of sterkir fyrir KA

KA spilaði æfingaleik gegn Húsvíkingum um helgina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þann leik en Völsungar unnu sanngjarnan 3-1 sigur.

Svo sannarlega stál í stál

KA spilaði æfingaleik á mánudagskvöld, gegn sínum gömlu góðu vinum úr Þorpinu. Leikurinn var nokkuð jafn og einkenndist fyrst og fremst af baráttu. Úrslitin urðu 1-1. Þórsarar skoruðu snemma leiks en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn með góðu einstaklingsframtaki rétt fyrir hlé.

Ágústa, Lára og Karen Birna spiluðu með Þór/KA

Meistaraflokkur og 2. flokkur Þórs/KA hefur nýverið hafið æfingar og eru margar stelpur frá KA að æfa með 2. flokki. Þrjár þeirra fengu að spreyta sig í leik með meistaraflokki í kvöld. Lára Einarsdóttir sem aðeins er 14 ára spilaði allan leikinn. Karen Birna Þorvaldsdóttir (16 ára) spilaði stærsta hluta hans en Ágústa Kristinsdóttir (15 ára) spilaði síðustu 20 mínúturnar. Var spilað gegn strákum úr 4. flokki Þórs og stóðu stelpurnar allar fyrir sínu. Þess má geta að leikurinn fór 1-1 og Alda Karen Ólafsdóttir skoraði mark Þórs/KA.