15.12.2009
KA ætlar að skemmta fólki yfir hátíðarnar með því að halda innanhússmót í fótbolta í KA-heimilinu
miðvikudaginn 30. desember. Er mótið hugsað sem blanda af skemmtun og nauðsynlegri áreynslu, svipað og hið velheppnaða árgangamót sem
haldið var í fyrrahaust.
Tilkynna skal þátttöku á netfangið gassi@ka-sport.is fyrir 20. desember.
13.12.2009
KSÍ hefur gefið út riðlaskiptinguna fyrir hinn árlega deildarbikar sem fer fram eftir áramót og er einn helsti liðurinn í undirbúningi
liðanna fyrir Íslandsmótið. KA er í A-deild og riðli 2.
04.12.2009
KA spilaði æfingaleik gegn Húsvíkingum um helgina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þann leik en Völsungar unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
01.12.2009
KA spilaði æfingaleik á mánudagskvöld, gegn sínum gömlu góðu vinum úr Þorpinu. Leikurinn var nokkuð
jafn og einkenndist fyrst og fremst af baráttu. Úrslitin urðu 1-1. Þórsarar skoruðu snemma leiks en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði leikinn
með góðu einstaklingsframtaki rétt fyrir hlé.
30.11.2009
Meistaraflokkur og 2. flokkur Þórs/KA hefur nýverið hafið æfingar og eru margar stelpur frá KA að æfa með 2. flokki. Þrjár
þeirra fengu að spreyta sig í leik með meistaraflokki í kvöld. Lára Einarsdóttir sem aðeins er 14 ára spilaði allan leikinn. Karen Birna
Þorvaldsdóttir (16 ára) spilaði stærsta hluta hans en Ágústa Kristinsdóttir (15 ára) spilaði síðustu 20
mínúturnar. Var spilað gegn strákum úr 4. flokki Þórs og stóðu stelpurnar allar fyrir sínu. Þess má geta að leikurinn
fór 1-1 og Alda Karen Ólafsdóttir skoraði mark Þórs/KA.
26.11.2009
Sala á gjafabréfum í knattspyrnuskólann byrjar 1. desember í KA-heimilinu. Nánari upplýsingar með því að smella á 'Lesa
meira' og einnig á vefsíðu skólans, http://ka.fun.is/arsenal
24.11.2009
Í gærkvöldi funduðu saman þjálfarar allra deilda hjá KA. Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri KA opnaði fundinn og kom
umræðunni af stað um að stofna þjálfarafélag innan KA.
18.11.2009
Það skiptast á skin og skúrir í boltanum eins og gengur. Þriðji leikmaðurinn til að yfirgefa herbúðir KA
frá því að Íslandsmótinu lauk var vinstri bakvörðurinn Hjalti Már Hauksson. Hann mun genginn til liðs við Víkinga
Reykjavík. Guðmundur Óli Steingrímsson er hins vegar búinn að framlengja samning sinn við KA um tvö ár og mun
Húsvíkingurinn sólbrúni því áfram klæðast gulu treyjunni.
13.11.2009
KA menn hafa verið að ræða við leikmenn sína síðustu daga og hafa samningar við Hauk Heiðar, Jakob og Andra Fannar verið framlengdir. Auk
þess mun markabuffið David Disztl verða áfram í herbúðum KA en KR-ingar voru eitthvað að bera víurnar í hann. David er
ánægður hér á Akureyri og verður mættur í slaginn 1. mars.
12.11.2009
Sunnudaginn 15.nóvember ætlar Þór/KA að hefja æfingar fyrir stelpur sem eru að ganga upp úr 3.fl hjá Þór og KA. Fyrsta æfingin
verður í boganum næstkomandi sunnudag kl 14.00.
Stelpurnar í meistaraflokk og 2.fl hefa síðan æfingar viku síðar eða 22.nóvember.
Dragan Stojanovic verður sem fyrr þjálfari hjá m.fl og Siguróli Kristjánsson verðu honum innan handar ásamt því að
þjálfa 2.flokk Þór/KA