18.09.2009
16. september sl. voru nákvæmlega 20 ár síðan KA-menn urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Núna
ætlum við að sýna myndband sem gert var á dögunum af því tilefni. Smellið á "Lesa meira" til að sjá myndbandið sem er
tólf mínútur að lengd og inniheldur m.a. 20 ára gamalt viðtal við Guðjón Þórðarson og Þorvald Örlygsson ásamt
lýsingu Bjarna Fel.
17.09.2009
Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Laugardaginn, Þegar okkar menn ferðast suður fyrir heiðar og
heimsækja Kópavogsvöll, eða nánar tiltekið HK. Leikurinn hefst kl 14:00 og eru allir KA menn fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan hvattir til að skella
sér á leikinn og hvetja strákanna í síðasta sinn þetta tímabilið.
16.09.2009
Í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan KA-menn lyftu bikar á loft í Keflavík. 16. september 1989. KA-menn voru orðnir
Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur á Keflvíkingum. Að þessu merka tilefni ætlum við að birta ferðasögu hins mikla KA-manns Gunna Nella á
þennan merkilega leik og síðan verður birt myndband og myndasyrpa í lokin. Hér er fyrri hluti sögunnar.
12.09.2009
Í dag fór fram úrslitaleikur í 4.fl karla um íslandsmeistaratitilinn á móti Breiðablik. Leikurinn fór fram í dag á
Kópavogsvelli.
12.09.2009
KA menn tóku á móti Víking Reykjavík í flottu veðri á Akureyrarvelli í dag, leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu en þó flottum fótbolta á köflum.
11.09.2009
Á morgun, laugardaginn 12.september mun KA spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, þegar Víkíngur R kemur í
heimsókn, leikurinn verður að vanda háður á Akureyrarvelli og byrjar hann stundvígslega kl 14:00. Allir KA menn eru því hvattir að mæta
og að noum gera sér glaðan dag.
10.09.2009
Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliði, þegar U-19 landsliðið spilaði seinni leik sinn við Skota í gær, leiknum lyktaði með
3-1 sigri Íslendinga, Pape Mamadou Faye leikmaður Fylkis kom íslandi yfir á 15.mínútu, á
36.mínútu skoraði Arnar Sveinn Guðbjörnsson leikmaður Vals og kom Íslandi í 2-0, það var svo á 86.mínútu að okkar
maður Andri Fannar skoraði 3 og síðasta mark Íslands úr vítaspyrnu.
09.09.2009
Eins og fram hefur komið spilar 4.fl kk til úrslita í íslandsmótinu. Leikurinn mun fara fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks kl
15.00
08.09.2009
Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram
á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna
inná síðuna
08.09.2009
Eins og greint var frá í síðustu viku voru þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson valdir í U-19 landsliðið fyrir 2
vináttuleiki gegn skotum, fyrri leikurinn fór fram í gær og voru þeir félagar Andri og Haukur báðir í byrjunarliði íslands,
báru íslendingar sigur úr bítum 2-0 þar sem Papa Faye leikmaður Fylkis Skoraði bæði mörkin,
Seinni leikurinn fer svo fram á morgun.