11.09.2009
Á morgun, laugardaginn 12.september mun KA spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, þegar Víkíngur R kemur í
heimsókn, leikurinn verður að vanda háður á Akureyrarvelli og byrjar hann stundvígslega kl 14:00. Allir KA menn eru því hvattir að mæta
og að noum gera sér glaðan dag.
10.09.2009
Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliði, þegar U-19 landsliðið spilaði seinni leik sinn við Skota í gær, leiknum lyktaði með
3-1 sigri Íslendinga, Pape Mamadou Faye leikmaður Fylkis kom íslandi yfir á 15.mínútu, á
36.mínútu skoraði Arnar Sveinn Guðbjörnsson leikmaður Vals og kom Íslandi í 2-0, það var svo á 86.mínútu að okkar
maður Andri Fannar skoraði 3 og síðasta mark Íslands úr vítaspyrnu.
09.09.2009
Eins og fram hefur komið spilar 4.fl kk til úrslita í íslandsmótinu. Leikurinn mun fara fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks kl
15.00
08.09.2009
Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram
á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna
inná síðuna
08.09.2009
Eins og greint var frá í síðustu viku voru þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson valdir í U-19 landsliðið fyrir 2
vináttuleiki gegn skotum, fyrri leikurinn fór fram í gær og voru þeir félagar Andri og Haukur báðir í byrjunarliði íslands,
báru íslendingar sigur úr bítum 2-0 þar sem Papa Faye leikmaður Fylkis Skoraði bæði mörkin,
Seinni leikurinn fer svo fram á morgun.
06.09.2009
5. og 4. flokkur karla voru í eldlínunni í dag, 4. flokkur tryggði sér þáttökurétt í úrslitaleik á
íslandsmótinu með jafntefli við Fylki en 5.flokkur tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í úrslitum íslandsmóts,
Og þess má einnig geta að 3.flokkur kvenna gerði 1-1 jafntefli í gær gegn Keflavík fyrir sunnan, en með jafnteflinu runnu möguleikar þeirra
útí sandinn að komast áfram, stelpurnar eru núna að spila sinn síðasta leik gegn Álftanesi.
04.09.2009
Núna rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna geng ÍR í breiðholtinu, og því miður voru það heimamenn í
ÍR sem báru sigur úr bítum. Næsti leikur KA er gegn Víking R eftir 8 daga leikurinn verður á Akureyrarvelli og verður það jafnframt
síðasti heimaleikur KA á leiktíðinni.
03.09.2009
Um helgina fara
fram undanúrslitaleikir í Íslansmótum yngriflokka. Hjá KA eru það 5.fl karla og 4.fl karla sem leika í undanúrslitum. 5.fl karla spilar
fyrir sunnan og 4.fl karla spilar á KA vellinum
03.09.2009
Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.
02.09.2009
Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í
Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við
bakið á sýnu liði.