Fréttir

Upphitun: Síðasti heimaleikurinn

Á morgun, laugardaginn 12.september mun KA spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, þegar Víkíngur R kemur í heimsókn, leikurinn verður að vanda háður á Akureyrarvelli og byrjar hann stundvígslega kl 14:00. Allir KA menn eru því hvattir að mæta og að noum gera sér glaðan dag.

Andri á skotskónnum

Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliði, þegar U-19 landsliðið spilaði seinni leik sinn við Skota í gær, leiknum lyktaði með 3-1 sigri Íslendinga, Pape Mamadou Faye leikmaður Fylkis kom íslandi yfir á 15.mínútu, á 36.mínútu skoraði Arnar Sveinn Guðbjörnsson leikmaður Vals og kom Íslandi í 2-0, það var svo á 86.mínútu að okkar maður Andri Fannar skoraði 3 og síðasta mark Íslands úr vítaspyrnu.

4.fl kk: Úrslitaleikurinn á Laugardaginn kl 15.00

Eins og fram hefur komið spilar 4.fl kk til úrslita í íslandsmótinu. Leikurinn mun fara fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks kl 15.00

4.fl kk spila til úrslita í Kópavogi

Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna inná síðuna

Andri og Haukur í byrjunarliðinu

Eins og greint var frá í síðustu viku voru þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson valdir í U-19 landsliðið fyrir 2 vináttuleiki gegn skotum, fyrri leikurinn fór fram í gær og voru þeir félagar Andri og Haukur báðir í byrjunarliði íslands, báru íslendingar sigur úr bítum 2-0 þar sem Papa Faye leikmaður Fylkis Skoraði bæði mörkin, Seinni leikurinn fer svo fram á morgun.

Frábær árangur 4 og 5 flokks karla

5. og 4. flokkur karla voru í eldlínunni í dag, 4. flokkur tryggði sér þáttökurétt í úrslitaleik á íslandsmótinu með jafntefli við Fylki en 5.flokkur tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í úrslitum íslandsmóts, Og þess má einnig geta að 3.flokkur kvenna gerði 1-1 jafntefli í gær gegn Keflavík fyrir sunnan, en með jafnteflinu runnu möguleikar þeirra útí sandinn að komast áfram, stelpurnar eru núna að spila sinn síðasta leik gegn Álftanesi.

Tap fyrir sunnan

Núna rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna geng ÍR í breiðholtinu, og því miður voru það heimamenn í ÍR sem báru sigur úr bítum. Næsti leikur KA er gegn Víking R eftir 8 daga leikurinn verður á Akureyrarvelli og verður það jafnframt síðasti heimaleikur KA á leiktíðinni.

Yngri flokkar undanúrslit: 4.fl karla á KA svæðinu

Um helgina fara fram undanúrslitaleikir í Íslansmótum yngriflokka. Hjá KA eru það 5.fl karla og 4.fl karla sem leika í undanúrslitum. 5.fl karla spilar fyrir sunnan og 4.fl karla spilar á KA vellinum

Ómar boðaður á æfingar

Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.

Upphitun: ÍR - KA

Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við bakið á sýnu liði.