Fréttir

20 ár: Myndband gert til upprifjunar

16. september sl. voru nákvæmlega 20 ár síðan KA-menn urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Núna ætlum við að sýna myndband sem gert var á dögunum af því tilefni. Smellið á "Lesa meira" til að sjá myndbandið sem er tólf mínútur að lengd og inniheldur m.a. 20 ára gamalt viðtal við Guðjón Þórðarson og Þorvald Örlygsson ásamt lýsingu Bjarna Fel.

Upphitun: Lokaleikur tímabilsins

Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Laugardaginn, Þegar okkar menn ferðast suður fyrir heiðar og heimsækja Kópavogsvöll, eða nánar tiltekið HK. Leikurinn hefst kl 14:00 og eru allir KA menn fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan hvattir til að skella sér á leikinn og hvetja strákanna í síðasta sinn þetta tímabilið.

20 ár: Ferðasaga frá Gunna Nella (Fyrri hluti)

Í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan KA-menn lyftu bikar á loft í Keflavík. 16. september 1989. KA-menn voru orðnir Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur á Keflvíkingum. Að þessu merka tilefni ætlum við að birta ferðasögu hins mikla KA-manns Gunna Nella á þennan merkilega leik og síðan verður birt myndband og myndasyrpa í lokin. Hér er fyrri hluti sögunnar.

4.fl kk í öðru sæti

Í dag fór fram úrslitaleikur í 4.fl karla um íslandsmeistaratitilinn á móti Breiðablik. Leikurinn fór fram í dag á Kópavogsvelli.

Umfjöllun: Sætur sigur á Víking

KA menn tóku á móti Víking Reykjavík í flottu veðri á Akureyrarvelli í dag, leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en þó flottum fótbolta á köflum.

Upphitun: Síðasti heimaleikurinn

Á morgun, laugardaginn 12.september mun KA spila sinn síðasta heimaleik á tímabilinu, þegar Víkíngur R kemur í heimsókn, leikurinn verður að vanda háður á Akureyrarvelli og byrjar hann stundvígslega kl 14:00. Allir KA menn eru því hvattir að mæta og að noum gera sér glaðan dag.

Andri á skotskónnum

Andri Fannar og Haukur Heiðar voru aftur í byrjunarliði, þegar U-19 landsliðið spilaði seinni leik sinn við Skota í gær, leiknum lyktaði með 3-1 sigri Íslendinga, Pape Mamadou Faye leikmaður Fylkis kom íslandi yfir á 15.mínútu, á 36.mínútu skoraði Arnar Sveinn Guðbjörnsson leikmaður Vals og kom Íslandi í 2-0, það var svo á 86.mínútu að okkar maður Andri Fannar skoraði 3 og síðasta mark Íslands úr vítaspyrnu.

4.fl kk: Úrslitaleikurinn á Laugardaginn kl 15.00

Eins og fram hefur komið spilar 4.fl kk til úrslita í íslandsmótinu. Leikurinn mun fara fram á Kópavogsvelli og verður flautað til leiks kl 15.00

4.fl kk spila til úrslita í Kópavogi

Nú er allt að verða komið á hreint með úrslitaleik 4.fl karla. Liði sem mætir KA í úrslitum er Breiðablik og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Nákvæm tímaseting er ekki komin í ljós en þegar hún liggur fyrir munum við setja það hérna inná síðuna

Andri og Haukur í byrjunarliðinu

Eins og greint var frá í síðustu viku voru þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson valdir í U-19 landsliðið fyrir 2 vináttuleiki gegn skotum, fyrri leikurinn fór fram í gær og voru þeir félagar Andri og Haukur báðir í byrjunarliði íslands, báru íslendingar sigur úr bítum 2-0 þar sem Papa Faye leikmaður Fylkis Skoraði bæði mörkin, Seinni leikurinn fer svo fram á morgun.