Fréttir

Frábær árangur 4 og 5 flokks karla

5. og 4. flokkur karla voru í eldlínunni í dag, 4. flokkur tryggði sér þáttökurétt í úrslitaleik á íslandsmótinu með jafntefli við Fylki en 5.flokkur tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í úrslitum íslandsmóts, Og þess má einnig geta að 3.flokkur kvenna gerði 1-1 jafntefli í gær gegn Keflavík fyrir sunnan, en með jafnteflinu runnu möguleikar þeirra útí sandinn að komast áfram, stelpurnar eru núna að spila sinn síðasta leik gegn Álftanesi.

Tap fyrir sunnan

Núna rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna geng ÍR í breiðholtinu, og því miður voru það heimamenn í ÍR sem báru sigur úr bítum. Næsti leikur KA er gegn Víking R eftir 8 daga leikurinn verður á Akureyrarvelli og verður það jafnframt síðasti heimaleikur KA á leiktíðinni.

Yngri flokkar undanúrslit: 4.fl karla á KA svæðinu

Um helgina fara fram undanúrslitaleikir í Íslansmótum yngriflokka. Hjá KA eru það 5.fl karla og 4.fl karla sem leika í undanúrslitum. 5.fl karla spilar fyrir sunnan og 4.fl karla spilar á KA vellinum

Ómar boðaður á æfingar

Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.

Upphitun: ÍR - KA

Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við bakið á sýnu liði.

Andri Fannar og Haukur Heiðar í U-19

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, tilkynnti fyrr í dag landsliðhóp sinn fyrir 2 vináttu landsleiki gegn skotum en báðir verða leiknir í Skotlandi,  7. og 9. September næst komandi

5.fl karla í undanúrslit

Um helgina var 5.fl karla að spila í úrslitum íslandsmótsins. Riðillinn sem KA var í var spilaður á Fáskrúðsfirði og spilaði KA á móti Haukum, Fjarðarbyggð/Leikni og Stjörnunni.

Umfjöllun: KA - Víkingur Ó. (Með myndum) - Einar Sigtryggsson ritar

- Þægilegur sigur á Ólafsvíkingum Leikur KA gegn Víkingi Ólafsvík fór fram í norðangolu fyrr í dag. Mjög fáir mættu á völlinn enda bærinn iðandi af menningarviðburðum sem hafa greinilega haft meira aðdráttarafl. Aðeins fjórir Saggar sáust í stúkunni og létu þeir lítið fyrir sér fara.

Upphitun: KA vs Víkingur Ó, Laugardaginn 29.Ágúst kl 16:00

Næst komandi Laugardag, 29.Ágúst nánar tiltekið kemur lið Víkings frá Ólafsvík í heimsókn, að vanda eru KA-menn gestgjafarnir og ætla þeir væntanlega að taka hressilega á móti Víkingum og sýna þeim hvernig fótbolti norðan lands er spilaðu, leikurinn verður á Akureyrarvelli og er áætlað að dómari leiksins blási til leiks kl 16:00

3.fl kk spila í bikarnum í kvöld

Í kvöld mæta KA menn í 3.fl liði Fjarðarbyggð/Leiknir/Huginn í seinni leik liðana í Vísabikar AL/NL.