06.09.2009
5. og 4. flokkur karla voru í eldlínunni í dag, 4. flokkur tryggði sér þáttökurétt í úrslitaleik á
íslandsmótinu með jafntefli við Fylki en 5.flokkur tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í úrslitum íslandsmóts,
Og þess má einnig geta að 3.flokkur kvenna gerði 1-1 jafntefli í gær gegn Keflavík fyrir sunnan, en með jafnteflinu runnu möguleikar þeirra
útí sandinn að komast áfram, stelpurnar eru núna að spila sinn síðasta leik gegn Álftanesi.
04.09.2009
Núna rétt í þessu var að ljúka leik okkar manna geng ÍR í breiðholtinu, og því miður voru það heimamenn í
ÍR sem báru sigur úr bítum. Næsti leikur KA er gegn Víking R eftir 8 daga leikurinn verður á Akureyrarvelli og verður það jafnframt
síðasti heimaleikur KA á leiktíðinni.
03.09.2009
Um helgina fara
fram undanúrslitaleikir í Íslansmótum yngriflokka. Hjá KA eru það 5.fl karla og 4.fl karla sem leika í undanúrslitum. 5.fl karla spilar
fyrir sunnan og 4.fl karla spilar á KA vellinum
03.09.2009
Ómar Friðriksson leikmaður 3. og 2. flokks KA hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliðinu.
02.09.2009
Næst komandi föstudag ferðast okkar menn suður fyrir heiðar og etja þar kappi við Íþróttafélag Reykjavíkur í
Breiðholtinu, leikurinn hefst stundvígslega kl 18:30 og eru allir KA menn sem staddir eru í borg óttans hvattir til að mæta á leikinn og styðja við
bakið á sýnu liði.
01.09.2009
Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, tilkynnti fyrr í dag landsliðhóp sinn fyrir 2 vináttu landsleiki gegn skotum en
báðir verða leiknir í Skotlandi, 7. og 9. September næst komandi
30.08.2009
Um helgina var 5.fl karla að spila í úrslitum íslandsmótsins. Riðillinn sem KA var í var spilaður á Fáskrúðsfirði og
spilaði KA á móti Haukum, Fjarðarbyggð/Leikni og Stjörnunni.
29.08.2009
- Þægilegur sigur á Ólafsvíkingum
Leikur KA gegn Víkingi Ólafsvík fór fram í norðangolu fyrr í dag. Mjög fáir mættu á völlinn enda bærinn iðandi af
menningarviðburðum sem hafa greinilega haft meira aðdráttarafl. Aðeins fjórir Saggar sáust í stúkunni og létu þeir lítið
fyrir sér fara.
26.08.2009
Næst komandi Laugardag, 29.Ágúst nánar tiltekið kemur lið Víkings frá Ólafsvík í heimsókn, að vanda eru KA-menn
gestgjafarnir og ætla þeir væntanlega að taka hressilega á móti Víkingum og sýna þeim hvernig fótbolti norðan lands er spilaðu,
leikurinn verður á Akureyrarvelli og er áætlað að dómari leiksins blási til leiks kl 16:00
26.08.2009
Í kvöld mæta KA menn í 3.fl liði Fjarðarbyggð/Leiknir/Huginn í seinni leik liðana í Vísabikar AL/NL.