Fréttir

Andri og Haukur aftur á ferðinni með U-19

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa aftur verið kallaðir í verkefni með U-19 landsliðinu, en í þetta sinn ferðast landsliðið alla leið til Bosníu og dvelja þar dagana 7. - 12. október, En ferðinn er liður í undankeppni EM, og mun liðið etja kappi við heimamenn í Bosníu, Norður Íra og Búlgaríu.

2.flokkur: Flottur fyrri hálfleikur tryggði sætið.

Fimtudaginn síðastliðinn tóku strákarnir í 2.flokki á móti Fram, en strákunum náði jafntefli úr leiknum til að tryggja sæti sitt í deildinni á meðan Fram þurfti nauðsynlega öll stigin til að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikur var frábær hjá KA, og var það efnilegasti leikmaður KA þetta sumarið Hallgrímur Mar sem skoraði 2 mörk áður en Andri Fannar skoraði 1, og því stóðu KA menn vel að vígji fyrir seinni hálfleikinn, 3-0 yfir og sæti í deildinni að ári nánast tryggt, lítið gerðist í seinni hálfleik en þó náðu Framarar að setja eitt og því urðu lokatölur 3-1, og sæti í A-deildinni að ári tryggt.

Ómar lék í tapi gegn Wales

Ómar Friðriksson var í byrjunarliði U17 ára landsliðsins sem tapaði fyrir Wales í fyrsta leik liðsins í undanriðli EM 2010 sem fram fer í Wales.

Lokahóf knattspyrnudeildar: Haukur Heiðar valinn besti leikmaðurinn

Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið á Hótel KEA s.l. laugardagskvöld þar sem sumarið var gert upp af leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum. Viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegasta leikmanninn sem var valinn Hallgrímur Steingrímsson og fyrir besta leikmanninn sem var valinn Haukur Heiðar Hauksson. Haukur Heiðar var einnig valinn "Móði" ársins af Vinum Móða, stuðningsmannafélagi KA. Dean Martin þjálfari var valinn "Saggi" ársins af Vinum Sagga sem eru yngri stuðningsmenn félagsins.

Andri og Haukur boðaðir á æfingar

Miðjumaðurinn Andri Fannar Stefánsson og varnarmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson hafa verið boðaðir á æfingar með U-19 landsliðinu. Báðir voru þeir í stóru hlutverki fyrr í þessum mánuði þegar U-19 fór til Skotlands og spilaði 2 æfingaleiki, og stóðu strákarnir sig með stakri prýði. Æfingarnar fara fram um næstu helgi, um er að ræða 3 æfingar, föst, lau og sun og æft verður  í Kórnum og  tvisvar á Túngubökkum Fyrir hönd heima síðunar óska ég þeim innilega til hamingju með þetta.

2.flokkur gerði markalaust jafntefli við Þór

Í gær fóru strákarnir í 2.flokki norður fyrir Glerá, og kepptu við Þórsara á Þórsvellinum, Fyrir leikinn voru KA strákar í 8.sæti, 1 stigi frá Keflavík í fallsæti, En Keflavík átti aðeins 1 leik eftir en KA 2. Á meðan voru Þórsarar í 3.sæti 1.stigi á eftir FH og hefðu með sigri getað tryggt sér 2.sætið.

Ómar með U-17 til Wales

Núna rétt í þessum var Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U-17, að tilkynna 18 manna hóp sinn, einn KA maður er í hópnum,Ómar Friðriksson leikmaður með 2.og 3. flokki, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í U-17. Liðið ferðast til Wales í lok þessa mánaðar til að taka þátt í undankeppni EM, spilað verður við Rússland og Bosníu ásamt heimamönnum í Wales

2. flokkur karla heimsækir Þórsara í dag

Strákarnir í 2. flokk leika mikilvægan leik við Þórsara í dag á Þórsvellinum kl 17:15. Strákarnir sitja á 8 sæti með 17 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag. Við hvetjum því alla KA - menn til að mæta á völlinn til að styðja þá til sigurs á Þórsurunum. Þess má geta í framhaldi að síðasti heimaleikur þeirra verður á fimmtudaginn n.k. kl 17:15 á KA vellinum. Þór - KA í 2. flokki - Þórsvelli kl 17:15 í dag! Allir að mæta!

Umfjöllun: David tryggði KA 3 stig

Það voru hátt í 20 áhorfendur mættir á Kópavogsvöll þegar flautað var til leiks HK og KA á lokadegi Íslandsmótsins klukkan 14:00. Fyrir leik voru HK-ingar búnir að missa af möguleikanum að komast upp um deild og hafði því að litlu að keppa öðru en að halda þriðja sætinu í deildinni líkt og KA sem gat hæst komist í 4.sæti

KA Sigur í Kópavogi

Núna rétt í þessu var leik KA og HK að ljúka, og lokatölur urðu 3-2 þar sem ungverjinn David Disztl gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu, en þetta var önnur þrennan hans í sumar. Sigurinn þýðir það að KA endar deildina í 5.sæti, með 35 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð og 4 á undan Þór, og þá er David Disztl 3.markahæsti leikmaður sumarsins Smellið á "lesa meira" til að sjá úrslit annarra leikja.