22.09.2009
Í gær fóru strákarnir í 2.flokki norður fyrir Glerá, og kepptu við Þórsara á Þórsvellinum, Fyrir leikinn voru KA
strákar í 8.sæti, 1 stigi frá Keflavík í fallsæti, En Keflavík átti aðeins 1 leik eftir en KA 2. Á meðan voru
Þórsarar í 3.sæti 1.stigi á eftir FH og hefðu með sigri getað tryggt sér 2.sætið.
21.09.2009
Núna rétt í þessum var Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari U-17, að tilkynna 18 manna hóp sinn, einn KA maður er í
hópnum,Ómar Friðriksson leikmaður með 2.og 3. flokki, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í U-17. Liðið ferðast til Wales í
lok þessa mánaðar til að taka þátt í undankeppni EM, spilað verður við Rússland og Bosníu ásamt heimamönnum í
Wales
21.09.2009
Strákarnir í 2. flokk leika mikilvægan leik við Þórsara í dag á Þórsvellinum kl 17:15. Strákarnir sitja á 8 sæti
með 17 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag. Við hvetjum því alla KA - menn til að mæta á völlinn til að
styðja þá til sigurs á Þórsurunum. Þess má geta í framhaldi að síðasti heimaleikur þeirra verður á
fimmtudaginn n.k. kl 17:15 á KA vellinum.
Þór - KA í 2. flokki - Þórsvelli kl 17:15 í dag! Allir að mæta!
19.09.2009
Það voru hátt í 20 áhorfendur mættir á Kópavogsvöll þegar flautað var til leiks HK og KA á lokadegi
Íslandsmótsins klukkan 14:00. Fyrir leik voru HK-ingar búnir að missa af möguleikanum að komast upp um deild og hafði því að litlu að keppa
öðru en að halda þriðja sætinu í deildinni líkt og KA sem gat hæst komist í 4.sæti
19.09.2009
Núna rétt í þessu var leik KA og HK að ljúka, og lokatölur urðu 3-2 þar sem ungverjinn David Disztl gerði sér lítið fyrir og
skoraði þrennu, en þetta var önnur þrennan hans í sumar. Sigurinn þýðir það að KA endar deildina í 5.sæti,
með 35 stig, einu stigi á eftir Fjarðabyggð og 4 á undan Þór, og þá er David Disztl 3.markahæsti leikmaður sumarsins
Smellið á "lesa meira" til að sjá úrslit annarra leikja.
18.09.2009
16. september sl. voru nákvæmlega 20 ár síðan KA-menn urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Núna
ætlum við að sýna myndband sem gert var á dögunum af því tilefni. Smellið á "Lesa meira" til að sjá myndbandið sem er
tólf mínútur að lengd og inniheldur m.a. 20 ára gamalt viðtal við Guðjón Þórðarson og Þorvald Örlygsson ásamt
lýsingu Bjarna Fel.
17.09.2009
Síðasti leikur tímabilsins verður leikinn á Laugardaginn, Þegar okkar menn ferðast suður fyrir heiðar og
heimsækja Kópavogsvöll, eða nánar tiltekið HK. Leikurinn hefst kl 14:00 og eru allir KA menn fyrir sunnan jafnt sem fyrir norðan hvattir til að skella
sér á leikinn og hvetja strákanna í síðasta sinn þetta tímabilið.
16.09.2009
Í dag eru nákvæmlega tuttugu ár síðan KA-menn lyftu bikar á loft í Keflavík. 16. september 1989. KA-menn voru orðnir
Íslandsmeistarar eftir 2-0 sigur á Keflvíkingum. Að þessu merka tilefni ætlum við að birta ferðasögu hins mikla KA-manns Gunna Nella á
þennan merkilega leik og síðan verður birt myndband og myndasyrpa í lokin. Hér er fyrri hluti sögunnar.
12.09.2009
Í dag fór fram úrslitaleikur í 4.fl karla um íslandsmeistaratitilinn á móti Breiðablik. Leikurinn fór fram í dag á
Kópavogsvelli.
12.09.2009
KA menn tóku á móti Víking Reykjavík í flottu veðri á Akureyrarvelli í dag, leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu en þó flottum fótbolta á köflum.