17.07.2009
Laugardaginn næst komandi verður sannkallaður stórleikur á Akureyrarvelli þegar KA tekur á móti toppliði Selfoss. Leikurinn byrjar kl 14:00 og eru
allir KA menn, gamlir sem ungir hvattir til að mæta og styðja liðið í þessum mjög mikilvæga leik.
17.07.2009
Í kvöld tóku KA –menn á móti HK í vægast sagt leiðinlegu veðri á Akureyrarvelli,það var kalt, norðan áttin var
alls ráðandi og ekki bætti úr skák að rigning gerði vart við sig.
17.07.2009
Þessa stundina eru 43 stelpur
frá KA að leika á Símamótinu sem fram fer í Kópavogi. Ásamt stelpunum eru 2 þjálfarar og fullt af fararstjórum og ekki
má gleyma foreldrum.
Þjálfarnir eru Egill Ármann Kristinsson sem er með 24 stelpur úr 6.fl og Aðalbjörn Hannesson sem er með 19 stelpur í 5.fl á
mótinu
15.07.2009
Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvo 18 manna hópa til að spila tvo æfingaleiki á móti
Færeyjum. KA á tvo fulltrúa að þessu sinni og eru það markmaðurinn Helena Jónsdóttir og varnarmaðurinn Ágústa
Kristinsdóttir, en þær báðar eru fæddar 1994.
14.07.2009
Fyrsti tapleikurinn á tímabilinu var staðreynd s.l. föstudag og fyrsti tapleikurinn á heimavelli varð staðreynd í kvöld þegar okkar menn
töpuðu fyrir HK. Með sigri hefðum við væntnalega skotist í annað sæti deildarinnar en við sitjum nú í því fimmta með 17
stig. Lokatölur leiksins voru 1 - 3. Nánari umfjöllun og myndbönd af mörkum leiksins væntanleg síðar. Næsti leikur er svo gegn Selfyssingum sem sitja
á toppi deildarinnar með 26 stig á laugardaginn kl 14:00. Við hvetjum alla KA menn til að mæta á þennan leik sem er
gríðarlega mikilvægur!
Mörkin í leiknum.
1-0 David Disztl ('37)
1-1 Ásgrímur Albertsson ('46)
1-2 Almir Cosic ('60)
1-3 Rúnar Már Sigurjónsson ('75)
13.07.2009
Vinir Sagga ætla að sjálfsögðu að mæta galvaskir á leikinn gegn HK á þriðjudag og ætla þeir að hita upp saman á DJ
Grill.
13.07.2009
Þriðjudagskvöldið 14. júlí taka KA-menn á móti HK-ingum, Leikurinn byrjar kl 19:15 og að vanda verður leikið á Akureyrarvelli.
13.07.2009
KA lék í 10. umferð 1. deildar karla í kvöld við Viking í Reykjavík. Fyrir leikinn voru KA menn í 3. sæti og áttu möguleika
á að komast upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigri á heimamönnum sem aftur voru í 10. sæti.
10.07.2009
Okkar menn þurftu því miður að líta í lægri hlut gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1 mark Víkinga gegn engu
frá okkur. Nánari umfjöllun er að vænta síðar. Þess má geta að leiknum var lýst í beinni á Vefútvarpi KA sem var
sett af stað í gær. Þökkum frábærar viðtökur en geysi mikil hlustun mældist þetta fyrsta kvöld og fór hún fram
úr björtustu vonum.
10.07.2009
Í kvöld er gerð tilraun með beina lýsingu í Vefútvarpi KA. Sent er út frá viðureign Víkings og KA sem fram fer í
Víkinni í Reykjavík.
Hlustaðu með Windows Media Player með að smella hér
Hlustaðu með Winamp með því að smella hér
Hlustaðu með iTunes með því að smella hér