Fréttir

Saggarnir hittast á DJ Grill

Vinir Sagga ætla að sjálfsögðu að mæta galvaskir á leikinn gegn HK á þriðjudag og ætla þeir að hita upp saman á DJ Grill.

Upphitun: KA - HK

Þriðjudagskvöldið 14. júlí taka KA-menn á móti HK-ingum, Leikurinn byrjar kl 19:15 og að vanda verður leikið á Akureyrarvelli.

Umfjöllun: Víkingur R. - KA

KA lék í 10. umferð 1. deildar karla í kvöld við Viking í Reykjavík. Fyrir leikinn voru KA menn í 3. sæti og áttu möguleika á að komast upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigri á heimamönnum sem aftur voru í 10. sæti.

KA menn töpuðu í Víkinni

Okkar menn þurftu því miður að líta í lægri hlut gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1 mark Víkinga gegn engu frá okkur. Nánari umfjöllun er að vænta síðar. Þess má geta að leiknum var lýst í beinni á Vefútvarpi KA sem var sett af stað í gær. Þökkum frábærar viðtökur en geysi mikil hlustun mældist þetta fyrsta kvöld og fór hún fram úr björtustu vonum.

Bein útsending frá leik Víkings og KA hér - Útsendingu lokið

Í kvöld er gerð tilraun með beina lýsingu í Vefútvarpi KA. Sent er út frá viðureign Víkings og KA sem fram fer í Víkinni í Reykjavík. Hlustaðu með Windows Media Player með að smella hér Hlustaðu með Winamp með því að smella hér Hlustaðu með iTunes með því að smella hér

Upphitun: Víkingur R. - KA

Á morgun, föstudaginn 10.júlí fara KA menn suður og mæta Víkingum í Fossvoginum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Víkingsvelli. KA menn í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut klukkan 19:00. Við hvetjum alla KA menn að mæta.

Umfjöllun: KA - Valur (Með myndum)

16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ lauk í dag með þremur leikjum. KA-menn sóttu Val heim að Hlíðarenda en Valsmenn eru sem stendur í 6. sæti Pepsi deildarinnar á meðan KA sitja í 3. sæti 1. deildar. Þetta var hörkuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.

KA menn í Reykjavík ætla að hittast

KA menn í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Víkingi á föstudag. Það er Eiríkur Jóhannesson KA maður sem fer fyrir hópnum. Ætla menn að hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut, á föstudagskvöldið klukkan 19:00 en leikurinn hefst kl 20:00. Við hvetjum alla KA menn í Reykjavík og bara alla KA menn sem verða staddir í Reykjavík á þessum tíma til þess að mæta og taka þátt í gleðinni!

Okkar menn fallnir úr Vísa-bikarnum

Því miður þurftum við að líta í lægri hlut gegn Völsurum á Vodafonevellinum í kvöld. Þetta stóð þó tæpt því að leikurinn var framlengdur en Valsarar skorðu á síðustu mínótum framlengingar eftir mikla pressu reyndar.

Mörkin úr leik KA og ÍR (VefTV)

Hann var glæstur sigurinn gegn ÍRingum þann 1. júlí s.l. en leikurinn var mikill markaleikur. Alls voru skoruð átta mörk, við skoruðum 5 og ÍR 3. VefTV KA færir þér öll mörkin úr leiknum.