13.07.2009
Vinir Sagga ætla að sjálfsögðu að mæta galvaskir á leikinn gegn HK á þriðjudag og ætla þeir að hita upp saman á DJ
Grill.
13.07.2009
Þriðjudagskvöldið 14. júlí taka KA-menn á móti HK-ingum, Leikurinn byrjar kl 19:15 og að vanda verður leikið á Akureyrarvelli.
13.07.2009
KA lék í 10. umferð 1. deildar karla í kvöld við Viking í Reykjavík. Fyrir leikinn voru KA menn í 3. sæti og áttu möguleika
á að komast upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigri á heimamönnum sem aftur voru í 10. sæti.
10.07.2009
Okkar menn þurftu því miður að líta í lægri hlut gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur leiksins voru 1 mark Víkinga gegn engu
frá okkur. Nánari umfjöllun er að vænta síðar. Þess má geta að leiknum var lýst í beinni á Vefútvarpi KA sem var
sett af stað í gær. Þökkum frábærar viðtökur en geysi mikil hlustun mældist þetta fyrsta kvöld og fór hún fram
úr björtustu vonum.
10.07.2009
Í kvöld er gerð tilraun með beina lýsingu í Vefútvarpi KA. Sent er út frá viðureign Víkings og KA sem fram fer í
Víkinni í Reykjavík.
Hlustaðu með Windows Media Player með að smella hér
Hlustaðu með Winamp með því að smella hér
Hlustaðu með iTunes með því að smella hér
09.07.2009
Á morgun, föstudaginn 10.júlí fara KA menn suður og mæta Víkingum í Fossvoginum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Víkingsvelli. KA menn
í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut klukkan 19:00. Við hvetjum alla KA menn að
mæta.
09.07.2009
16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ lauk í dag með þremur leikjum. KA-menn sóttu Val heim að Hlíðarenda en Valsmenn eru sem stendur í 6.
sæti Pepsi deildarinnar á meðan KA sitja í 3. sæti 1. deildar. Þetta var hörkuleikur og réðust úrslitin ekki fyrr en eftir 120
mínútna leik.
07.07.2009
KA menn í Reykjavík ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Víkingi á föstudag. Það er Eiríkur Jóhannesson KA maður sem fer fyrir
hópnum. Ætla menn að hittast á veitingastaðnum á Sprengisandi, Pizza Hut, á föstudagskvöldið klukkan 19:00 en leikurinn hefst kl 20:00. Við
hvetjum alla KA menn í Reykjavík og bara alla KA menn sem verða staddir í Reykjavík á þessum tíma til þess að mæta og taka
þátt í gleðinni!
06.07.2009
Því miður þurftum við að líta í lægri hlut gegn Völsurum á Vodafonevellinum í kvöld. Þetta stóð
þó tæpt því að leikurinn var framlengdur en Valsarar skorðu á síðustu mínótum framlengingar eftir mikla pressu reyndar.
06.07.2009
Hann var glæstur sigurinn gegn ÍRingum þann 1. júlí s.l. en leikurinn var mikill markaleikur. Alls voru skoruð átta mörk, við skoruðum 5 og
ÍR 3. VefTV KA færir þér öll mörkin úr leiknum.