Fréttir

Sala á gjafabréfum að hefjast í Arsenalskólann

Sala á gjafabréfum í knattspyrnuskólann byrjar 1. desember í KA-heimilinu. Nánari upplýsingar með því að smella á 'Lesa meira' og einnig á vefsíðu skólans, http://ka.fun.is/arsenal

Þjálfarafélag KA stofnað

Í gærkvöldi funduðu saman þjálfarar allra deilda hjá KA. Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri KA opnaði fundinn og kom umræðunni af stað um að stofna þjálfarafélag innan KA.

Guðmundur Óli verður áfram með KA en Hjalti Már fór í Víking

Það skiptast á skin og skúrir í boltanum eins og gengur. Þriðji leikmaðurinn til að yfirgefa herbúðir KA frá því að Íslandsmótinu lauk var vinstri bakvörðurinn Hjalti Már Hauksson. Hann mun genginn til liðs við Víkinga Reykjavík. Guðmundur Óli Steingrímsson er hins vegar búinn að framlengja samning sinn við KA um tvö ár og mun Húsvíkingurinn sólbrúni því áfram klæðast gulu treyjunni.

Haukur Heiðar framlengir til 2012

KA menn hafa verið að ræða við leikmenn sína síðustu daga og hafa samningar við Hauk Heiðar, Jakob og Andra Fannar verið framlengdir. Auk þess mun markabuffið David Disztl verða áfram í herbúðum KA en KR-ingar voru eitthvað að bera víurnar í hann. David er ánægður hér á Akureyri og verður mættur í slaginn 1. mars.

ÞÓR/KA að hefja æfingar að nýju

Sunnudaginn 15.nóvember ætlar Þór/KA að hefja æfingar fyrir stelpur sem eru að ganga upp úr 3.fl hjá Þór og KA. Fyrsta æfingin verður í boganum næstkomandi sunnudag kl 14.00. Stelpurnar í meistaraflokk og 2.fl hefa síðan æfingar viku síðar eða 22.nóvember. Dragan Stojanovic verður sem fyrr þjálfari hjá m.fl og Siguróli Kristjánsson verðu honum innan handar ásamt því að þjálfa 2.flokk Þór/KA

Unglingadómaranámskeið hjá KA í KA heimilinu

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu 11. nóvember kl. 17:00. Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Andri Fannar með KA næsta sumar

KA framlengdi samning sinn við hinn kornunga Andra Fannar Stefánsson á sunnudaginn. Heimasíðunni þykir ekki leiðinlegt að heyra að pilturinn sé tilbúinn að spila með norðlenska stórveldinu áfram. Flest liðin í efstu deild voru búin að bera víurnar í kappann en hann tók þá skynsamlegu ákvörðun að vera áfram í föðurhúsum. Maturinn hjá mömmu þótti meira freistandi en að hækka sig um deild og spila með miðlungsliði á höfuðborgarsvæðinu.

Af hverju á Akureyri ekki lið í efstu deild karla?

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun laugardag mun verða leitað svara við því af hverju Akureyri eigi ekki lið í efstu deild karla.

Þorvaldur Sveinn til KS/Leifturs

Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson varnarmaðurinn reyndi sem lék með KA í sumar er genginn til liðs við KS/Leiftur sem leikur í 2. deildinni.

Myndaveisla: Blaðamannafundur á Hótel KEA - Arsenalskólinn

Í dag fór fram blaðamannafundur á Hótel KEA þar sem var gengið frá samstarfi milli KA og Arsenal um knattspyrnuskóla Arsenal sem fram fer á KA-svæðinu næsta sumar og skólinn kynntur nánar. Einnig var skrifað undir samning við styrktaraðila sem munu koma að skólanum. Hér má sjá það sem fyrir augu bar.