Fréttir

Unglingadómaranámskeið hjá KA í KA heimilinu

Unglingadómaranámskeið hjá KA verður haldið í KA heimilinu 11. nóvember kl. 17:00. Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Andri Fannar með KA næsta sumar

KA framlengdi samning sinn við hinn kornunga Andra Fannar Stefánsson á sunnudaginn. Heimasíðunni þykir ekki leiðinlegt að heyra að pilturinn sé tilbúinn að spila með norðlenska stórveldinu áfram. Flest liðin í efstu deild voru búin að bera víurnar í kappann en hann tók þá skynsamlegu ákvörðun að vera áfram í föðurhúsum. Maturinn hjá mömmu þótti meira freistandi en að hækka sig um deild og spila með miðlungsliði á höfuðborgarsvæðinu.

Af hverju á Akureyri ekki lið í efstu deild karla?

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun laugardag mun verða leitað svara við því af hverju Akureyri eigi ekki lið í efstu deild karla.

Þorvaldur Sveinn til KS/Leifturs

Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson varnarmaðurinn reyndi sem lék með KA í sumar er genginn til liðs við KS/Leiftur sem leikur í 2. deildinni.

Myndaveisla: Blaðamannafundur á Hótel KEA - Arsenalskólinn

Í dag fór fram blaðamannafundur á Hótel KEA þar sem var gengið frá samstarfi milli KA og Arsenal um knattspyrnuskóla Arsenal sem fram fer á KA-svæðinu næsta sumar og skólinn kynntur nánar. Einnig var skrifað undir samning við styrktaraðila sem munu koma að skólanum. Hér má sjá það sem fyrir augu bar.

Paul Shipwright: Það er ástríða fyrir fótbolta á Íslandi

Paul Shipwright, talsmaður Arsenal Soccer School, skrifaði undir samning við KA á Hótel KEA í dag en hann segist vera spenntur fyrir skólanum næsta sumar.

Pétur yfirþjálfari: Ákveðinn gæðastimpill á þessu

Í dag var skrifað undir samstarf milli KA og Arsenal um að enska úrvalsdeildarfélagið verði með knattspyrnuskóla á Akureyri næsta sumar en Pétur Ólafsson yfirþjálfari yngriflokka KA er forsprakkinn að þessu samstarfi.

Knattspyrnuskóli Arsenal á KA svæðinu næsta sumar

Yngriflokkaráð og knattspyrnuskóli Arsenal, Arsenal soccer school, hafa samið um að í júní næsta sumar verði Arsenal með 5 daga námskeið á KA svæðinu. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, 20. október. Skólinn verður fyrir iðkendur í 5., 4. og 3. flokki og að sjálfsögðu bæði fyrir stráka og stelpur.

Arnar Már Guðjónsson farinn til ÍA

Miðvallarleikmaðurinn og fyrirliði KA síðasta sumar, Arnar Már Guðjónsson, er farinn aftur til uppeldisfélags síns á Skaganum en þetta var staðfest bæði á vefsíðu Skagamanna og fótbolta.net

Yngriflokkaráð boðar til blaðamannafundar

Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA hefur boðað til blaðamannafundar n.k. þriðjudag kl. 14.00 Mikil leynd hefur verið yfir þessum fundi og því ekki vitað hvað ráðið er að fara að kynna. Þó er vitað að von er á erlendum aðilum á fundinn. Heimasíða KA mun fylgjast með og koma með fréttir af fundinum strax að honum loknum.