Fréttir

Sigur hjá U-19: Andri og Haukur með stórleik

Fyrr í dag lék U-19 landsliðið 3 og síðasta leik sinn í undankeppni EM gegn Búlgaríu í grenjandi rigningu. Að vanda voru okkar menn Andri Fannar og Haukur Heiðar í byrjunarliði og áttu stórleik. Þeir félagur lögðu upp öll mörk liðsins eða þrjú talsins,  Andri lagði upp 2 mörk og Haukur lagði upp 1 mark en leiknum lauk með 3-2 sigri íslendinga. Ísland lenti tvisvar undir í leiknum en góður loka kafli og mörk frá Papa Faye og Arnari Sveini Geirssyni innsigluðu sigurinn.

Andri og Haukur spiluðu allan leikinn.

U-19 landsliðið spila annan leik sinn í undankeppni evrópu mótsins nú fyrr í dag, okkar menn Andri Fannar og Haukur Heiðar spiluðu báðir allan leikinn í markalausu jafntefli, gegn Norður írum. Samkvæmt heimildum voru Íslendingar mikið mun betri í leiknum og voru óheppnir að senda tuðruna ekki í netið en fengu til þessa aragrúa af færum, en þar á meðal átti Andri fannar skot í stöng.

Andri og Haukur byrjuðu í tapi

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson voru báðir í byrjunarliði í dag, þegar U-19 tapaði naumlega fyrir Bosníu, í undankeppni EM. lokastaðan var 1-0, en Andri og Haukur þóttu báðir standa sig feikna vel í leiknum. Næsti leikur er við Norður Íra á föstudaginn, svo er seinasti leikurinn gegn Bulgaríu næst komanid mánudag.

KA á 3 menn í liði ársins í 1. deild

Þau gleðitíðindi bárust í dag að KA á 3 menn í liði ársins í 1. deild en valið var kunngjört síðdegis í dag. Haukur Heiðar var í hópi bestu varnarmanna, David Diszlt (dobbúl D) var í hópi bestu sóknarmanna og besti markvörðurinn var að sjálfsögði Sandor Matus. Við óskum Hauki, David og Sandori til hamingju með þetta! Það má lesa nánar um þetta á fotbolti.net.

Æfingar hjá Yngri flokkum hefjast á morgun

Á morgun 1.október hefjast æfingar hjá yngri flokkum í Boganum. Yngri flokkarnir hafa lang flestir verið í fríi síðan um mánaðarmótin ágúst/september og því tilvalið að fara að hefja leik að nýju. Þeir árgangar sem voru á eldra ári í sínum flokk í sumar færast nú í næsta flokk fyrir ofan.

Andri og Haukur aftur á ferðinni með U-19

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa aftur verið kallaðir í verkefni með U-19 landsliðinu, en í þetta sinn ferðast landsliðið alla leið til Bosníu og dvelja þar dagana 7. - 12. október, En ferðinn er liður í undankeppni EM, og mun liðið etja kappi við heimamenn í Bosníu, Norður Íra og Búlgaríu.

2.flokkur: Flottur fyrri hálfleikur tryggði sætið.

Fimtudaginn síðastliðinn tóku strákarnir í 2.flokki á móti Fram, en strákunum náði jafntefli úr leiknum til að tryggja sæti sitt í deildinni á meðan Fram þurfti nauðsynlega öll stigin til að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikur var frábær hjá KA, og var það efnilegasti leikmaður KA þetta sumarið Hallgrímur Mar sem skoraði 2 mörk áður en Andri Fannar skoraði 1, og því stóðu KA menn vel að vígji fyrir seinni hálfleikinn, 3-0 yfir og sæti í deildinni að ári nánast tryggt, lítið gerðist í seinni hálfleik en þó náðu Framarar að setja eitt og því urðu lokatölur 3-1, og sæti í A-deildinni að ári tryggt.

Ómar lék í tapi gegn Wales

Ómar Friðriksson var í byrjunarliði U17 ára landsliðsins sem tapaði fyrir Wales í fyrsta leik liðsins í undanriðli EM 2010 sem fram fer í Wales.

Lokahóf knattspyrnudeildar: Haukur Heiðar valinn besti leikmaðurinn

Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið á Hótel KEA s.l. laugardagskvöld þar sem sumarið var gert upp af leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum. Viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegasta leikmanninn sem var valinn Hallgrímur Steingrímsson og fyrir besta leikmanninn sem var valinn Haukur Heiðar Hauksson. Haukur Heiðar var einnig valinn "Móði" ársins af Vinum Móða, stuðningsmannafélagi KA. Dean Martin þjálfari var valinn "Saggi" ársins af Vinum Sagga sem eru yngri stuðningsmenn félagsins.

Andri og Haukur boðaðir á æfingar

Miðjumaðurinn Andri Fannar Stefánsson og varnarmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson hafa verið boðaðir á æfingar með U-19 landsliðinu. Báðir voru þeir í stóru hlutverki fyrr í þessum mánuði þegar U-19 fór til Skotlands og spilaði 2 æfingaleiki, og stóðu strákarnir sig með stakri prýði. Æfingarnar fara fram um næstu helgi, um er að ræða 3 æfingar, föst, lau og sun og æft verður  í Kórnum og  tvisvar á Túngubökkum Fyrir hönd heima síðunar óska ég þeim innilega til hamingju með þetta.