20.10.2009
Paul Shipwright, talsmaður Arsenal Soccer School, skrifaði undir samning við KA á Hótel KEA í dag en hann segist vera spenntur fyrir skólanum næsta
sumar.
20.10.2009
Í dag var skrifað undir samstarf milli KA og Arsenal um að enska úrvalsdeildarfélagið verði með knattspyrnuskóla á Akureyri næsta sumar en
Pétur Ólafsson yfirþjálfari yngriflokka KA er forsprakkinn að þessu samstarfi.
20.10.2009
Yngriflokkaráð og knattspyrnuskóli Arsenal, Arsenal soccer school, hafa samið um að í júní næsta sumar verði Arsenal með 5 daga
námskeið á KA svæðinu. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, 20. október. Skólinn verður fyrir iðkendur í 5., 4. og 3.
flokki og að sjálfsögðu bæði fyrir stráka og stelpur.
19.10.2009
Miðvallarleikmaðurinn og fyrirliði KA síðasta sumar, Arnar Már Guðjónsson, er farinn aftur til uppeldisfélags síns á Skaganum en
þetta var staðfest bæði á vefsíðu Skagamanna og fótbolta.net
17.10.2009
Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA hefur boðað til blaðamannafundar n.k. þriðjudag kl. 14.00 Mikil leynd hefur verið yfir þessum fundi og því
ekki vitað hvað ráðið er að fara að kynna. Þó er vitað að von er á erlendum aðilum á fundinn. Heimasíða KA mun
fylgjast með og koma með fréttir af fundinum strax að honum loknum.
12.10.2009
Fyrr í dag lék U-19 landsliðið 3 og síðasta leik sinn í undankeppni EM gegn Búlgaríu í grenjandi rigningu. Að vanda voru okkar menn
Andri Fannar og Haukur Heiðar í byrjunarliði og áttu stórleik. Þeir félagur lögðu upp öll mörk liðsins eða þrjú
talsins, Andri lagði upp 2 mörk og Haukur lagði upp 1 mark en leiknum lauk með 3-2 sigri íslendinga. Ísland lenti tvisvar undir í leiknum en
góður loka kafli og mörk frá Papa Faye og Arnari Sveini Geirssyni innsigluðu sigurinn.
09.10.2009
U-19 landsliðið spila annan leik sinn í undankeppni evrópu mótsins nú fyrr í dag, okkar menn Andri Fannar og Haukur Heiðar spiluðu báðir
allan leikinn í markalausu jafntefli, gegn Norður írum. Samkvæmt heimildum voru Íslendingar mikið mun betri í leiknum og voru óheppnir að senda
tuðruna ekki í netið en fengu til þessa aragrúa af færum, en þar á meðal átti Andri fannar skot í stöng.
07.10.2009
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson voru báðir í byrjunarliði í dag, þegar U-19 tapaði naumlega fyrir Bosníu, í
undankeppni EM. lokastaðan var 1-0, en Andri og Haukur þóttu báðir standa sig feikna vel í leiknum.
Næsti leikur er við Norður Íra á föstudaginn, svo er seinasti leikurinn gegn Bulgaríu næst komanid mánudag.
04.10.2009
Þau gleðitíðindi bárust í dag að KA á 3 menn í liði ársins í 1. deild en valið var kunngjört síðdegis
í dag. Haukur Heiðar var í hópi bestu varnarmanna, David Diszlt (dobbúl D) var í hópi bestu sóknarmanna og besti markvörðurinn var að
sjálfsögði Sandor Matus. Við óskum Hauki, David og Sandori til hamingju með þetta! Það má lesa nánar um þetta á fotbolti.net.
30.09.2009
Á morgun 1.október hefjast æfingar hjá yngri flokkum í Boganum. Yngri flokkarnir hafa lang flestir verið í fríi síðan um
mánaðarmótin ágúst/september og því tilvalið að fara að hefja leik að nýju.
Þeir árgangar sem voru á eldra ári í sínum flokk í sumar færast nú í næsta flokk fyrir ofan.