27.07.2009
Þriðjudaginn næstkomandi, nánar tiltekið 28.Júlí taka KA-menn á móti Leikni R. Leikurinn verður háður á Akureyrarvelli,
aðalvelli KA og hefst hann kl 19:15.
26.07.2009
Það er mikil stemming í herbúðum 4. flokks karla í fótbolta en á mánudaginn munu þeir mæta Völsungi. Það eitt og
sér er kannski ekki frásögu færandi nema að leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og ríkir því eðlilega mikil eftirvænting meðal
þeirra sem eiga spila en það er ekki á hverjum degi sem menn fá að spila á aðalvelli félagsins. Til að toppa allt þá mun
yfirþula félagsins og skemmtikrafturinn Gunnar Níelsson mæta með micinn ásamt fríðu föruneyti. Við hvetjum alla sem eiga lausan tíma
að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana, leikurinn hefst kl 17:00.
Leik lokið - lokatölur 4 - 0 fyrir KA!
26.07.2009
Strákarnir í 2. flokki KA léku við FH í gær í 8. liða úrslitum í Vísa-bikarnum. Því miður fór
það svo að strákarnir þurftu að líta í lægri hlut fyrir FH-ingum en lokatölur leiksins voru fjögur mörk FH-inga gegn einu marki KA
manna. Hægt er að fylgjast nánar með því sem er að gerast hjá 2. flokk hér.
23.07.2009
Það var blíðskapar verður í 603 þegar KA sótti Þórsara heim.
Leikurinn fór fram á Frjálsíþróttavellinum við Skarðshlíð en þetta var opnunarleikurinn á vellinum.
Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið 3 leiki í röð og KA menn unnu topp lið
Selfoss í leiknum á undan, þannig fyrir fram mátti búast við hörku leik eins og er alltaf þegar að þessi lið mætast.
22.07.2009
Okkar menn voru greinilega ekki alveg stemmdir fyrir leikinn í kvöld, sem tapaðist því miður með þremur mörkum Þórsara gegn tveim
mörkum frá okkur. KA liðið byrjaði ekki vel og komust vinir okkar í Þór í 2-0 snemma leiks. Við minnkuðum svo muninn um miðjan fyrri
hálfleik, jöfnuðum um miðjan seinni hálfleik en við sóttum stíft í seinni hálfleik. Það var svo á loka
mínótum leiksins sem Þórsararnir tryggðu sér sigurinn með þriðja markinu.
22.07.2009
Vegna "ólýsanlegra" aðstæðna verður engin bein lýsing frá leiknum í kvöld, því miður. Við bendum á að
góðvinir okkar í Þór munu lýsa leiknum en þess má vænta að hún verði eilítið lituð í röngum lit og
því gæti það farið í taugatrekta menn sem ekki geta mætt á völlinn. Svo er alltaf klassískt að finna sér einhvern
góðan til að hringja í! Við biðjumst velvirðingar á þessu!
Þið finnið slóðina á heimasíðu Þórs væntanlega á Google ef þið hafið áhuga...:)
21.07.2009
Miðvikudagskvöldið næstkomandi fer fram stærsti knattspyrnuleikur ársins, þegar Þórsarar taka á móti okkur KA mönnum, en
leikurinn er meðal annars stór að því leytinu til að nýr og glæsilegur völlur Þórs verður notaður undir knattspyrnu í
fyrsta sinn, leikurinn hefst kl 19:15 og verður leikinn á Íþróttavellinum við Hamar
21.07.2009
Vinir Sagga, stuðningsmanna klúbbur KA, ætla að grilla á flötinni beint á móti Þórssvæðinu, eða
frjálsíþróttasvæðinu við Skarðshlíð eins og þeir vilja kalla það. Hefst grillið klukkan 17:30 og eru allir KA menn hvattir
til þess að mæta og hita sig upp fyrir leikinn og taka þátt í gleðinni. Öllum verður boðið uppá pylsu og gos. Svo verður
þrammað inn á völl og vinir okkar í þorpinu fá þá vonandi að kenna á því, bæði í stúkunni og
á vellinum. Hægt er að lesa skemmtilega fréttatilkynningu fá Vinum Sagga með því að smella á "Lesa meira".
19.07.2009
Í dag tóku KA-menn á móti Selfyssingum sem voru fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar með sex stiga forystu. Okkar menn sýndu styrk sinn og
fóru með sannfærandi 2-0 sigur af hólmi!
17.07.2009
Vinir Sagga ætla að hittast á DJ Grill á morgun kl. 12 fyrir leikinn sem hefst svo tveimur tímum síðar.