22.07.2009
Vegna "ólýsanlegra" aðstæðna verður engin bein lýsing frá leiknum í kvöld, því miður. Við bendum á að
góðvinir okkar í Þór munu lýsa leiknum en þess má vænta að hún verði eilítið lituð í röngum lit og
því gæti það farið í taugatrekta menn sem ekki geta mætt á völlinn. Svo er alltaf klassískt að finna sér einhvern
góðan til að hringja í! Við biðjumst velvirðingar á þessu!
Þið finnið slóðina á heimasíðu Þórs væntanlega á Google ef þið hafið áhuga...:)
21.07.2009
Miðvikudagskvöldið næstkomandi fer fram stærsti knattspyrnuleikur ársins, þegar Þórsarar taka á móti okkur KA mönnum, en
leikurinn er meðal annars stór að því leytinu til að nýr og glæsilegur völlur Þórs verður notaður undir knattspyrnu í
fyrsta sinn, leikurinn hefst kl 19:15 og verður leikinn á Íþróttavellinum við Hamar
21.07.2009
Vinir Sagga, stuðningsmanna klúbbur KA, ætla að grilla á flötinni beint á móti Þórssvæðinu, eða
frjálsíþróttasvæðinu við Skarðshlíð eins og þeir vilja kalla það. Hefst grillið klukkan 17:30 og eru allir KA menn hvattir
til þess að mæta og hita sig upp fyrir leikinn og taka þátt í gleðinni. Öllum verður boðið uppá pylsu og gos. Svo verður
þrammað inn á völl og vinir okkar í þorpinu fá þá vonandi að kenna á því, bæði í stúkunni og
á vellinum. Hægt er að lesa skemmtilega fréttatilkynningu fá Vinum Sagga með því að smella á "Lesa meira".
19.07.2009
Í dag tóku KA-menn á móti Selfyssingum sem voru fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar með sex stiga forystu. Okkar menn sýndu styrk sinn og
fóru með sannfærandi 2-0 sigur af hólmi!
17.07.2009
Vinir Sagga ætla að hittast á DJ Grill á morgun kl. 12 fyrir leikinn sem hefst svo tveimur tímum síðar.
17.07.2009
Laugardaginn næst komandi verður sannkallaður stórleikur á Akureyrarvelli þegar KA tekur á móti toppliði Selfoss. Leikurinn byrjar kl 14:00 og eru
allir KA menn, gamlir sem ungir hvattir til að mæta og styðja liðið í þessum mjög mikilvæga leik.
17.07.2009
Í kvöld tóku KA –menn á móti HK í vægast sagt leiðinlegu veðri á Akureyrarvelli,það var kalt, norðan áttin var
alls ráðandi og ekki bætti úr skák að rigning gerði vart við sig.
17.07.2009
Þessa stundina eru 43 stelpur
frá KA að leika á Símamótinu sem fram fer í Kópavogi. Ásamt stelpunum eru 2 þjálfarar og fullt af fararstjórum og ekki
má gleyma foreldrum.
Þjálfarnir eru Egill Ármann Kristinsson sem er með 24 stelpur úr 6.fl og Aðalbjörn Hannesson sem er með 19 stelpur í 5.fl á
mótinu
15.07.2009
Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvo 18 manna hópa til að spila tvo æfingaleiki á móti
Færeyjum. KA á tvo fulltrúa að þessu sinni og eru það markmaðurinn Helena Jónsdóttir og varnarmaðurinn Ágústa
Kristinsdóttir, en þær báðar eru fæddar 1994.
14.07.2009
Fyrsti tapleikurinn á tímabilinu var staðreynd s.l. föstudag og fyrsti tapleikurinn á heimavelli varð staðreynd í kvöld þegar okkar menn
töpuðu fyrir HK. Með sigri hefðum við væntnalega skotist í annað sæti deildarinnar en við sitjum nú í því fimmta með 17
stig. Lokatölur leiksins voru 1 - 3. Nánari umfjöllun og myndbönd af mörkum leiksins væntanleg síðar. Næsti leikur er svo gegn Selfyssingum sem sitja
á toppi deildarinnar með 26 stig á laugardaginn kl 14:00. Við hvetjum alla KA menn til að mæta á þennan leik sem er
gríðarlega mikilvægur!
Mörkin í leiknum.
1-0 David Disztl ('37)
1-1 Ásgrímur Albertsson ('46)
1-2 Almir Cosic ('60)
1-3 Rúnar Már Sigurjónsson ('75)