05.05.2008
Það er ekkert slegið slöku við í æfingum þrátt fyrir að það sé einungis vika í mót en eftir æfingu dagsins
skelltu strákarnir sér í ísbað áður en farið var í heita pottinn að slaka á. Við skulum líta á hvernig það
gekk.
05.05.2008
Vinir Sagga, stuðningsmannafélagið ötula, ætlar að halda opinn fund um komandi sumar á fimmtudagskvöldið nk. kl 20:30 í KA-heimilinu.
04.05.2008
Það var blíðskaparveður er leikur KA og Þórs hófst í dag í Boganum. Leikurinn var minningarleikur um fyrrverandi formann
Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2-2. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði með
sigri KA 5-4. Þessi leikur var síðasti æfingarleikurinn fyrir mót sem hefst í næstu viku.
03.05.2008
Í hinni árlegu spá hjá sparkvefsíðunni Fótbolta.net fyrir fyrstu deildina var KA spáð áttunda
sætinu en það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem spá.
03.05.2008
KA leikur sinn síðasta leik á sunnudaginn áður en Íslandsmótið hefst en um er að ræða minningarleik gegn nágrönnunum í
Þór.
24.04.2008
Nú rétt í þessu var leikur KA og HK að ljúka í Kórnum í Kópavogi. Heimamenn höfðu betur 3-1. Það var Haukur
Hinriksson sem skoraði mark KA manna gegn Úrvaldsdeildarliðinu.
23.04.2008
Miðjumaðurinn Steinn Gunnarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp U19 karla sem heldur til Noregs á laugardaginn til að taka þátt
í milliriðli EM en hann kemur inn í hópinn í stað Viktors Unnars Illugasonar leikmanns Reading sem er meiddur.
23.04.2008
Strákarnir munu fara suður á morgun, sumardaginn fyrsta, og mæta úrvalsdeildarliði HK í æfingaleik sem fer fram í Kórnum og hefst hann
kl. 10:30.
20.04.2008
Annar flokkurinn lék sinn fyrsta alvöruleik undir stjórn Eggerts nýráðins þjálfara í gærkvöldi gegn meistaraflokki KS/Leifturs en
þeir voru þó ekki með alla sína sterkustu menn.
12.04.2008
Á morgun, sunnudag, taka KA-menn á móti KS/Leiftri í síðasta leik beggja liða í Lengjubikarnum en leikurinn hefst kl. 15:00.