27.06.2008
Á mánudaginn klukkan 20.00 í KA-heimilinu verður annar fundur um framtíðarskipulag á KA svæðinu hvað vallarmál varðar.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
25.06.2008
Heimasíðunni barst yfirlýsing frá formanni stuðningsmannafélagsins ,,Vinir Sagga" en þeir eru að undirbúa sig fyrir nágrannaslaginn og
vilja fá hjálp allra KA-manna!
22.06.2008
Á morgun, mánudag, er fundur í KA-heimilinu kl. 20:00 um framtíðarskipulag á KA-svæðinu en eins og flestir ættu að hafa tekið eftir eru
að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu og verður farið yfir stöðu mála í þeim efnum.
22.06.2008
KA-menn tóku á móti Leiknismönnum í dag í fínu veðri á Akureyrarvellinum en skemmst er frá því að segja að
strákarnir völtuðu yfir Leiknismennina og unnu að lokum 6-0 sigur.
22.06.2008
Í dag mætast lið KA og Leiknis Reykjavíkur á Akureyrarvelli klukkan 16.00 og þarf liðið virkilega á stuðning áhorfenda á að
halda. Vinir Sagga ætla að hita upp á Allanum klukkan 15.00 en þar verða þeir með nýja sendingu af bolum í sölu. Allir á völlinn!
19.06.2008
KA sótti úrvalsdeildarlið Breiðabliks heim í 32-liða úrslitum í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru fallegar og Kópavogsvöllur skartaði sínu fegursta, veðrið með besta móti og áhorfendur alltof
fáir (197). Svo fór að Blikar skoruðu eina mark leiksins úr aukaspyrnu en þar var að verki hinn sterki framherji Prince Linval Reuben Mathilda á 37.
mínútu. Blikar því áfram í 16-liða úrslit.
19.06.2008
Í kvöld leika okkar menn gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og
hefst kl. 18:00.
17.06.2008
Sl. laugardag ferðuðust KA-menn til Vestmannaeyja til að taka á toppliði ÍBV sem hafði ekki tapað stigi fyrir leikinn og einungis fengið á sig eitt
mark fyrir leikinn.