11.07.2008
Á morgun munu KA-menn leggja leið sína til Ólafsvíkur og spila gegn Ólafsvíkingum en leikurinn hefst kl. 16:00. Skemmst er að minnast leiksins
í fyrra á Ólafsvíkurvelli sem fór 6-0 fyrir heimamönnum en strákarnir eru staðráðnir í að hefna þeirra ófara
núna!
09.07.2008
KA-menn tóku á móti Stjörnunni á sunnudaginn sl. í geysilega mikilvægum leik fyrir bæði lið hvað varðar framhaldið en
því miður rændu gestirnir stigunum þremur í dramatískum leik.
06.07.2008
Í dag mætast KA og Stjarnan á Akureyrarvellinum en leikurinn er geysilega mikilvægur fyrir KA-menn sem gætu náð að blanda sér í
toppbaráttuna með sigri en leikurinn hefst kl. 16:00 í dag.
01.07.2008
Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum KA-manni að á hverju ári, fyrstu helgina í júlí, heldur KA eitt stærsta
knattspyrnumót landsins ætlað strákum í fimmta flokki karla og koma lið frá öllu landinu á mótið.
28.06.2008
Í gærkvöldi mættust Þór og KA í erkifjendaslag í fyrstu deildinni og svo fór að KA-menn tóku öll stigin þrjú en
sigurmarkið kom í uppbótartíma og gat sigurinn því varla verið sætari.
27.06.2008
Á mánudaginn klukkan 20.00 í KA-heimilinu verður annar fundur um framtíðarskipulag á KA svæðinu hvað vallarmál varðar.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
25.06.2008
Heimasíðunni barst yfirlýsing frá formanni stuðningsmannafélagsins ,,Vinir Sagga" en þeir eru að undirbúa sig fyrir nágrannaslaginn og
vilja fá hjálp allra KA-manna!
22.06.2008
Á morgun, mánudag, er fundur í KA-heimilinu kl. 20:00 um framtíðarskipulag á KA-svæðinu en eins og flestir ættu að hafa tekið eftir eru
að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu og verður farið yfir stöðu mála í þeim efnum.