Fréttir

Umfjöllun: Haukar - KA

Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar KA manna gegn Haukum á Ásvöllum. KA og Haukar hafa mæst tvisvar á undanförnum árum á Ásvöllum, ávallt hefur rignt og ávallt hafa bæði lið skorað sitthvort markið. Á því varð þó ein breyting - Haukarnir skoruðu ekkert. Sigur í útileik 0-1 gegn liði sem fyrirfram mátti búast við erfiðari leik gegn.

Upphitun: Haukar - KA

Í kvöld mætast KA-menn og Haukar á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfrði, leikurinn fer fram kl 19:15 og hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að kíkja á leikinn og styðja sína menn til sigurs.

Andri Júl: Hlakka til að gera mitt besta fyrir KA

Heimasíðan heyrði hljóðið í Skagamanninum Andra Júlíussyni í dag en í vikunni var ákveðið að hann kæmi til KA á láni út tímabilið frá úrvalsdeildarliði ÍA. Andra líst vel á þessa tilbreytingu og hlakkar til að koma norður.

Andri Júlíusson til KA á láni (Staðfest)

Í dag fékkst það staðfest að sóknarmaðurinn Andri Júlíusson sem er á mála hjá ÍA mun koma á láni til KA út leiktímabilið en Andra hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Landsbankadeildarliðinu í sumar.

Guðmundur Óli aftur í Völsung (Staðfest)

Miðvallarleikmaðurinn Guðmundur Óli Steingrímsson er farinn aftur á heimaslóðir til Húsavíkur þar sem hann mun leika með Völsungum, uppeldisfélagi sínu.

Umfjöllun: Selfoss - KA

Á þriðjudag mættust KA og Selfoss á heimavelli þeirra síðarnefndu en þeir fóru með 2-1 sigur af hólmi í flottu fótboltaveðri á Selfossi.

KA tapar fyrir Selfoss

Selfyssingar tóku á mót okkar mönnum á Selfossvelli í kvöld. Skemmst er frá því að segja að lokatölur voru ekki okkar mönnum í hag, 2 - 1 fyrir Selfoss. Það var Andri Fannar Stefánsson sem skoraði mark KA manna. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Sævar Gíslason og Henning Eyþór. Nánari umfjöllun væntanleg síðar.

Upphitun: Selfoss - KA

Í kvöld mætast Selfoss og KA á Selfossvelli en leikurinn hefst kl. 19:00 og er vonandi að KA-menn nái að koma sér á sigurbrautina í kvöld.

Umfjöllun: KA - Víkingur R.

Á mánudagskvöldið komu Víkingar úr Reykjavík norður og léku gegn KA-mönnum en í fyrri umferðinni fóru Víkingar með 3-1 sigur af hólmi en annað var uppi á teningnum í úrhellinu á Akureyrarvellinum.

Almarr Ormarsson: Skemmtileg áskorun fyrir mig

Eins og við greindum frá fyrr í dag hafa KA og Fram komist að samkomulagi um sölu og kaup á hinum unga fyrirliða KA-manna, Almarri Ormarssyni, og hefur hann þegar skrifað undir samning við úrvalsdeildarliðið. Við tókum Almarr tali og spurðum hann út í félagaskiptin, afrek föður síns og framtíð KA-liðsins og fleira.