Fréttir

Almarr fær tvo í bann - Missir af leikjum gegn Selfoss og Haukum

Hinn ungi fyrirliði okkar manna, Almarr Ormarsson, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Víking R.

Boltinn farinn að rúlla hjá öðrum flokknum

Um helgina lék A-liðið annars flokks sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu í sumar en B-liðið hefur ekki leik fyrr en á laugardaginn nk.

Umfjöllun: Víkingur R. - KA

KA-menn sóttu Víkinga heim í 2. umferð 1. deildar karla í gærdag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru prýðilegar, veður nokkuð stillt og þurrt, völlurinn virðist koma ágætlega undan vetri.

Upphitun: Víkingur R. - KA

Á morgun, sunnudaginn 18. maí, verður leikin heil umferð í 1. deild karla. KA mætir liði Víkings Reykjavíkur og verður leikurinn í Víkinni klukkan 16:00.

Myndaveisla: Kynningarkvöldið og fundur hjá Vinum Sagga

Myndir frá kynningarkvöldi knattspyrnudeildar sem fram fór sl. föstudagskvöld og myndir frá opnum fundi hjá Vinum Sagga sem fór fram á fimmtudeginum eru komnar inn á síðuna.

Þorsteinn Þorvaldsson í Magna

Þorsteinn Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Magna sem hefur leik í annari deildinni á föstudaginn.

Umfjöllun: KA - Fjarðabyggð

Fyrsti leikur sumarsins fór fram í Boganum í gær þar sem KA tók á móti Fjarðabyggð. Grasvellirnir eru ekki orðnir nægilega góðir og því var keppt innandyra á gervigrasinu  í Boganum.

Leikdagur - Viðtal: Ekkert hálfkák í Vinum Sagga

Um mitt seinasta sumar byrjuðu nokkrir félagar að mæta á 2. flokks leiki og vera með læti og styðja við bakið á strákunum. Nú í sumar ætla þeir að taka skrefið lengra og mæta einnig á meistaraflokksleiki og gera hvað þeir geta til að koma liðinu í fremstu röð.

Einn dagur - Dínó í viðtali: Snýst ekki bara um mig

Hinn spilandi þjálfara KA-manna, Dean Edward Martin, eða Dínó eins og hann er kallaður gaf sér smá tíma frá undirbúningnum fyrir mótið og svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.

Tveir dagar - Upphitun: KA - Fjarðabyggð

Á mánudaginn, annan í hvítasunnu er fyrsti leikur KA í 1. deildinni í sumar og er hann gegn Fjarðabyggð. Leikurinn fer fram í Boganum sökum þess að Akureyrarvöllur er ekki í nógu góðu ásigkomulagi og leikurinn hefst kl. 17:00.