Fréttir

Umfjöllun: KA - Leiknir

KA-menn tóku á móti Leiknismönnum í dag í fínu veðri á Akureyrarvellinum en skemmst er frá því að segja að strákarnir völtuðu yfir Leiknismennina og unnu að lokum 6-0 sigur.

Upphitun: KA - Leiknir

Í dag mætast lið KA og Leiknis Reykjavíkur á Akureyrarvelli klukkan 16.00 og þarf liðið virkilega á stuðning áhorfenda á að halda. Vinir Sagga ætla að hita upp á Allanum klukkan 15.00 en þar verða þeir með nýja sendingu af bolum í sölu. Allir á völlinn!

Umfjöllun: Breiðablik - KA

KA sótti úrvalsdeildarlið Breiðabliks heim í 32-liða úrslitum í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru fallegar og Kópavogsvöllur skartaði sínu fegursta, veðrið með besta móti og áhorfendur alltof fáir (197). Svo fór að Blikar skoruðu eina mark leiksins úr aukaspyrnu en þar var að verki hinn sterki framherji Prince Linval Reuben Mathilda á 37. mínútu. Blikar því áfram í 16-liða úrslit.

Upphitun: Breiðablik - KA

Í kvöld leika okkar menn gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 18:00.

Umfjöllun: ÍBV - KA

Sl. laugardag ferðuðust KA-menn til Vestmannaeyja til að taka á toppliði ÍBV sem hafði ekki tapað stigi fyrir leikinn og einungis fengið á sig eitt mark fyrir leikinn.

Upphitun: ÍBV - KA

Á morgun, laugardag, fara strákarnir til Vestmannaeyja og etja kappi við topplið ÍBV. Ljóst er að leikurinn verður virkilega erfiður enda Eyjamenn efstir með fullt hús stiga. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Hásteinsvelli.

Steini Eiðs: Frábær karakter - Vildi vera með fleiri stig

Heimasíðan heyrði í aðstoðarþjálfaranum, Steingrími Erni Eiðssyni, eftir sigurleikinn gegn KS/Leiftri og var hann að vonum glaður í bragði eftir þennan dýrmæta sigur.

Umfjöllun: KA - KS/Leiftur

KA-menn fengu sameiginlegt lið KS/Leifturs í heimsókn á Akureyrarvöllinn í fyrrakvöld og vann sterkan 2-1 sigur. Síðbúin umfjöllun með myndum.

Upphitun: KA - KS/Leiftur

Í kvöld taka okkar menn á móti sameinuðu liði og nýliðum KS/Leifturs á Akureyrarvellinum en leikurinn hefst kl. 19:15.

Umfjöllun: Njarðvík - KA

KA-menn sóttu Njarðvíkinga heim í 5. umferð 1. deildar karla í gærkvöld. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þokkalegar, þó nokkur gola en þurrt og völlurinn leit mjög vel út.