Fréttir

Upphitun: ÍBV - KA

Á morgun, laugardag, fara strákarnir til Vestmannaeyja og etja kappi við topplið ÍBV. Ljóst er að leikurinn verður virkilega erfiður enda Eyjamenn efstir með fullt hús stiga. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Hásteinsvelli.

Steini Eiðs: Frábær karakter - Vildi vera með fleiri stig

Heimasíðan heyrði í aðstoðarþjálfaranum, Steingrími Erni Eiðssyni, eftir sigurleikinn gegn KS/Leiftri og var hann að vonum glaður í bragði eftir þennan dýrmæta sigur.

Umfjöllun: KA - KS/Leiftur

KA-menn fengu sameiginlegt lið KS/Leifturs í heimsókn á Akureyrarvöllinn í fyrrakvöld og vann sterkan 2-1 sigur. Síðbúin umfjöllun með myndum.

Upphitun: KA - KS/Leiftur

Í kvöld taka okkar menn á móti sameinuðu liði og nýliðum KS/Leifturs á Akureyrarvellinum en leikurinn hefst kl. 19:15.

Umfjöllun: Njarðvík - KA

KA-menn sóttu Njarðvíkinga heim í 5. umferð 1. deildar karla í gærkvöld. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þokkalegar, þó nokkur gola en þurrt og völlurinn leit mjög vel út.

Njarðvík - KA í beinni útvarpslýsingu!

Bein útsending verður frá leik Njarðvíkur og KA sem fram fer í kvöld á Njarðvíkurvelli á útvarpi Sögu. Hægt er að hlusta á netinu, www.utvarpsaga.is og fm92.1 hér á Akureyri.

KA-dagurinn á laugardag

Sumaræfingar yngri flokkanna hefjast nk. fimmtudag, 5. júní, í öllum flokkum. Af því tilefni verður efnt til KA-dags laugardaginn 7. júní í KA-heimilinu/KA-svæðinu kl. 11-14.

Upphitun: Njarðvík - KA

Á morgun, föstudaginn 6.júní, munu KA-menn leggja leið sína til Njarðvíkur og spila þar við heimamenn í 5.umferð 1.deildarinnar.

Búið að draga í bikarnum - KA-menn mæta úrvalsdeildarliði Breiðabliks

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ en í pottinum voru þau tuttugu lið, þ.á.m. KA, sem höfðu komist áfram úr fyrstu og annarri umferðinni en nú bættust úrvalsdeildarliðin í pottinn.

Umfjöllun: Magni - KA

Í gærkvöldi lögðu KA-menn land undir fót og brunuðu alla leið til Grenivíkur þar sem þeir áttu leik gegn heimamönnum í Magna í 2. umferð VISA-bikarsins.