Fréttir

Þrír dagar - Steini Eiðs í viðtali: Hlakkar mikið til

Nú þegar einungis þrír dagar eru í opnunarleik sumarsins gegn Fjarðabyggð er tilvalið að fá að heyra í hvað aðstoðarþjálfarinn - Steingrímur Örn Eiðsson, hefur að segja um sumarið.

Fjórir dagar - Pistill: Barátta og sigurvilji sumarið 2008

Nú þegar einungis fjórir dagar eru í fyrsta leik sumarsins 2008 er viðeigandi að fá pistil á síðuna um komandi sumar og hinn mikli KA-maður Sigurður Skúli Eyjólfsson sem flestir lesendur síðunnar ættu að kannast við ritaði hugleiðingar sínar um sumarið.

Fimm dagar - Myndaveisla frá Portúgal

Auðunn Víglundsson, varamaður í stjórn og fararstjóri í Portúgal, var með myndavélina á lofti í ferðinni og við ætlum að líta á nokkrar velvaldar myndir úr ferðinni.

Sex dagar - Almarr Ormarsson í viðtali: Þrjú stig í öllum leikjum

Heimasíðan sló á þráðinn til fyrirliðans Almarrs Ormarssonar og spurði hann út í komandi sumar, nýju stöðuna hans og fleira en nú eru ekki nema sex dagar þar til boltinn fer að rúlla í deildinni!

Árlegt kynningarkvöld á föstudaginn

Föstudagskvöldið komandi verður hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA kl. 20:30 í KA-heimilinu.

Myndaveisla: Strákarnir skelltu sér í ísbað

Það er ekkert slegið slöku við í æfingum þrátt fyrir að það sé einungis vika í mót en eftir æfingu dagsins skelltu strákarnir sér í ísbað áður en farið var í heita pottinn að slaka á. Við skulum líta á hvernig það gekk.

Opinn fundur hjá Vinum Sagga

Vinir Sagga, stuðningsmannafélagið ötula, ætlar að halda opinn fund um komandi sumar á fimmtudagskvöldið nk. kl 20:30 í KA-heimilinu.

KA sigur á Þór í síðasta leik fyrir mót

Það var blíðskaparveður er leikur KA og Þórs hófst í dag í Boganum. Leikurinn var minningarleikur um fyrrverandi formann Þórs, Guðmund Sigurbjörnsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2-2. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni sem endaði með sigri KA 5-4. Þessi leikur var síðasti æfingarleikurinn fyrir mót sem hefst í næstu viku.

Liðinu spáð áttunda sætinu

Í hinni árlegu spá hjá sparkvefsíðunni Fótbolta.net fyrir fyrstu deildina var KA spáð áttunda sætinu en það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem spá.

Síðasti leikur fyrir mót á sunnudag

KA leikur sinn síðasta leik á sunnudaginn áður en Íslandsmótið hefst en um er að ræða minningarleik gegn nágrönnunum í Þór.