Fréttir

Njarðvík - KA í beinni útvarpslýsingu!

Bein útsending verður frá leik Njarðvíkur og KA sem fram fer í kvöld á Njarðvíkurvelli á útvarpi Sögu. Hægt er að hlusta á netinu, www.utvarpsaga.is og fm92.1 hér á Akureyri.

KA-dagurinn á laugardag

Sumaræfingar yngri flokkanna hefjast nk. fimmtudag, 5. júní, í öllum flokkum. Af því tilefni verður efnt til KA-dags laugardaginn 7. júní í KA-heimilinu/KA-svæðinu kl. 11-14.

Upphitun: Njarðvík - KA

Á morgun, föstudaginn 6.júní, munu KA-menn leggja leið sína til Njarðvíkur og spila þar við heimamenn í 5.umferð 1.deildarinnar.

Búið að draga í bikarnum - KA-menn mæta úrvalsdeildarliði Breiðabliks

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ en í pottinum voru þau tuttugu lið, þ.á.m. KA, sem höfðu komist áfram úr fyrstu og annarri umferðinni en nú bættust úrvalsdeildarliðin í pottinn.

Umfjöllun: Magni - KA

Í gærkvöldi lögðu KA-menn land undir fót og brunuðu alla leið til Grenivíkur þar sem þeir áttu leik gegn heimamönnum í Magna í 2. umferð VISA-bikarsins.

Upphitun: Magni - KA

KA mætir Magna frá Grenivík á morgun, þriðjudag, í leik um hvort liðið kemst í 32-liða úrslit VISA-bikarsins. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Grenivíkurvelli.

Duffys treyjurnar komnar í sölu

Hinar stórkostlegu DUFFYS stuðningsmannapeysur eru nú loksins komnar í sölu.

Umfjöllun: KA - Haukar

KA unnu í kvöld mikilvægan sigur á móti Haukum en Haukar höfði ekki tapað leik í deildinni fyrir viðureign liðanna í kvöld. Þetta var aftur á móti fyrsti sigurleikur KA í sumar. Umfjöllun með myndum.

Upphitun: KA - Haukar

Á morgun, föstudaginn 30. maí, munu Haukar koma í heimsókn og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli kl. 19:15. Vinir Sagga ætla að hittast á Allanum kl. 17:45 og fara svo snemma á Akureyrarvöllinn og þar verður grillað kl. 18:30.

Tveir sigrar hjá öðrum - Boltinn farinn af stað hjá þriðja

Eftir dapra byrjun náði annar flokkurinn að rífa sig upp og landa tveimur sigrum og þá er boltinn farinn að rúlla hjá báðum liðum þriðja flokks. B-liðið hjá öðrum flokk hefur þó ekki hafið keppni en leiknum þeirra gegn ÍR var frestað til 14. júní.