17.06.2009
Á morgun, fimmtudaginn 18. júní fer fram leikur KA og Aftureldingar í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli,
og hefst kl 18:00
17.06.2009
Hinir bráðfjörugu Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöld áður en þeir halda á völlinn og
styðja sitt lið til sigurs.
17.06.2009
Í síðustu viku fóru KA-menn með sigur af hólmi á Haukum á Akureyrarvellinum og eina mark leiksins skoraði ungverski framherjinn David Disztl en
það var jafnframt hans fyrsta mark fyrir félagið síðan hann kom í vor.
14.06.2009
Á fimmtudagskvöld fengu KA menn Hauka í heimsókn á Akureyrarvellinum. Það var frekar kalt í veðri með smá úrkomu inn á
milli og völlurinn blautur og virkaði í fínu standi. Ágæt mæting var á leikinn þar sem Vinir Sagga voru fremstir í flokki eins og oft
áður.
11.06.2009
Okkar menn sigruðu topplið Hauka nú fyrr í kvöld, lokatölur leiksins voru 1-0. Það var ungverjinn David Disztl sem að skoraði sigurmark okkar
á 73. mínútu. Leikurinn var rólegur og það var lítið sem gladdi augað. Haukar voru sterkari aðilinn í fyrra hálfleik en
liðin voru nokkuð jöfn í þeim seinni.
11.06.2009
Vinir Sagga ætla að hittast fyrir leikinn í kvöld og hita upp á veitingastaðnum DJ Grill í miðbænum.
11.06.2009
Í kvöld, fimmtudaginn 11.júní fá KA-menn Hauka í heimsókn. Leikurinn verður spilaður á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15.
10.06.2009
Þá er komið að því enn einu sinni N1 mót KA nálgast óðfluga og Gunnar Gunnarsson og Magnús Sigurólason eyða enn fleiri
mínútum en venjulega í símanum við skipulagning mótsins en það þarf að líta í ansi mörg horn svo allt gangi upp. Mikill
áhugi er fyrir mótinu og eykst hann með hverju ári en 144 lið eru skráð á mótið, þar af eitt frá Færeyjum líkt og
í fyrra. Á næstu dögum fara málin að skýrast, riðlar verða klárir um helgina og 10 dögum fyrir mótið verður
leikjaniðurröðun klár. Þann 30. júní kemur svo út blað N1-mótsins þar sem hægt verður að nálgast allar
upplýsingar. Fyrir utan að spila fótbolta verður keppendum boðið í bíó og fá þeir að sjálfsögðu frítt
í sund auk annara skemmtilegra viðburða.
07.06.2009
Það var frekar fámennt á vellinum í kvöld þegar liðsmenn Aftureldingar tóku á móti KA mönnum á Varmárvelli.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þó einkar góðar. Logn, hiti á bilinu 7-10 gráður og völlur þeirra Aftureldingarmanna
í flottu standi og greinilega að koma mjög vel undan vetri.
06.06.2009
KA dagurinn sem haldinn er hvert ár og markar upphaf starfs yngriflokka KA var í dag. Fjöldi iðkenda og aðstandenda mættu á svæðið, greiddu
æfingagjöld, keyptu KA varning og nutu veitinga. Meistaraflokkar KA og Þórs/KA voru kynntir fyrir viðstöddum og léku leikmenn þeirra við
ungukynslóðina.