Fréttir

Samantekt frá 4 og síðasta degi N1 mótsins (VefTV 2. hlutar)

Við skiptum umfjölluninni í tvo hluta. Í fyrri hlutanum ráða ungu fótboltahetjurnar ríkjum en í þeim seinni eru viðtöl við Sandor Matus markvörð KA, Sigurð Sigfússon hjá N1, Heiðmar Felixsson handboltakappa og foreldra frá Breiðablik. Einnig svipmyndir frá úrslitaleikjum og lokahófi! VefTV KA þakkar svo fyrir gott mót - þetta er búið að vera skemmtilegt...! Við erum þó ekki hættir, VefTV KA er komið til að vera og margt annað spennandi er í pípunum.

Samantekt frá 3. degi á N1 mótinu (VefTV 2. hlutar)

Í fyrrihluta samantektar N1 mótsins eru viðtöl við Þórhall ljósmyndara hjá Pedrómyndum, Bjarna Jórunar KA manns, nokkra hressa keppendur og svo Siguróla son Magga Siguróla mótsstjóra en hann segir okkur frá því hvernig er að vera sonur Magga.... Í seinni hluta samantektar frá degi 3. á N1mótinu heyrum við í heitasta parinu á Akureyri þeim Magga Siguróla og Gassa.

Samantekt frá öðrum degi N1 mótsins (VefTV)

Annar mótsdagur N1 mótsins er búinn og dagurinn gekk vel. Veðrið hélt áfram að leika við gesti mótsins, hlítt og gott. Í dag var rætt við Stefán Gunnlaugsson formann, Sveinu Páls í eldhúsinu og fjölda stráka sem eru að taka þátt á mótinu.

KA-menn upp í annað sætið með sigri í kvöld - Diszlt maður leiksins

KA-menn lögðu ÍR-inga að velli í frábæru veðri á Akureyrarvellinum í kvöld með fimm mörkum gegn þremur.

Fyrsti dagur á N1 mótinu myndband (VefTV)

VefTv KA mun fylgjast grant með gangi mála á N1 mótinu alla daga. Fyrsta innslagið er klárt en í því sjáum við viðtöl við Magga Siguróla mótsstjóra, Tryggva Gunnarsson varaformann og nokkra hressa stráka úr Stjörnunni.

Upphitun: KA - ÍR (Stórleikur!)

Í kvöld fá KA menn ÍR-inga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Leikurinn hefst kl.19.15 á Akureyrarvelli og Vinir Sagga ætla að hita upp á morgun með því að hittast á DJ-Grill í miðbænum kl.17.30

Tæpur sólarhringur í að N1 mótið hefjist! (+VefTV)

Nú er tæpur sólarhringur í að flautað verði til leiks á N1 mótinu. Síðustu vikur og daga hafa starfsmenn KA svæðisins ásamt sjálfboðaliðum á öllum aldri unnið vasklega að því að allt verði klárt og nú undir kvöld virtist  þeirri vinnu vera nánast lokið. Menn geta nú beðið rólegir eftir að mótið hefjist.

Vinir Sagga hita upp fyrir leikinn gegn ÍR

Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn mikilvæga gegn ÍR á morgun með því að hittast á DJ-Grill í miðbænum.

Umfjöllun: Víkingur Ó - KA

Það var tilhlökkun í mönnum þegar leikur KA og Víkings frá Ólafsvík hófst á Ólafsvíkurvelli í gær því að með sigri var ljóst að við KA menn gætum farið í þriðja sæti deildarinnar.

KA stelpur á Sauðárkróki

Um liðna helgi fór KA með í kringum 64 stelpur á Landsbankamótið á Sauðárkrók. KA fór með stelpur úr 5.fl, 6.fl og 7.fl en mótið var er einungis fyrir stelpur.