11.06.2009
Vinir Sagga ætla að hittast fyrir leikinn í kvöld og hita upp á veitingastaðnum DJ Grill í miðbænum.
11.06.2009
Í kvöld, fimmtudaginn 11.júní fá KA-menn Hauka í heimsókn. Leikurinn verður spilaður á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15.
10.06.2009
Þá er komið að því enn einu sinni N1 mót KA nálgast óðfluga og Gunnar Gunnarsson og Magnús Sigurólason eyða enn fleiri
mínútum en venjulega í símanum við skipulagning mótsins en það þarf að líta í ansi mörg horn svo allt gangi upp. Mikill
áhugi er fyrir mótinu og eykst hann með hverju ári en 144 lið eru skráð á mótið, þar af eitt frá Færeyjum líkt og
í fyrra. Á næstu dögum fara málin að skýrast, riðlar verða klárir um helgina og 10 dögum fyrir mótið verður
leikjaniðurröðun klár. Þann 30. júní kemur svo út blað N1-mótsins þar sem hægt verður að nálgast allar
upplýsingar. Fyrir utan að spila fótbolta verður keppendum boðið í bíó og fá þeir að sjálfsögðu frítt
í sund auk annara skemmtilegra viðburða.
07.06.2009
Það var frekar fámennt á vellinum í kvöld þegar liðsmenn Aftureldingar tóku á móti KA mönnum á Varmárvelli.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þó einkar góðar. Logn, hiti á bilinu 7-10 gráður og völlur þeirra Aftureldingarmanna
í flottu standi og greinilega að koma mjög vel undan vetri.
06.06.2009
KA dagurinn sem haldinn er hvert ár og markar upphaf starfs yngriflokka KA var í dag. Fjöldi iðkenda og aðstandenda mættu á svæðið, greiddu
æfingagjöld, keyptu KA varning og nutu veitinga. Meistaraflokkar KA og Þórs/KA voru kynntir fyrir viðstöddum og léku leikmenn þeirra við
ungukynslóðina.
05.06.2009
Okkar menn gerðu markalaust jafntefli við Aftureldingu fyrr í kvöld. Í þeim fimm leikjum sem við höfum leikið í deildinni hefur KA gert
fjögur jafntefli og er þetta það þriðja í röð, þá er frátekinn sigur okkar á Dalvík/Reyni í bikarnum. Okkar
menn áttu nokkur góð marktækifæri sem nýttust ekki en KA pressaði stíft allan seinni hálfleikinn.
05.06.2009
Í dag, föstudaginn 5.júní fara KA-menn suður og mæta Aftureldingu í Mosfellsbænum í fimmtu umferð íslandsmótsins. Leikurinn
hefst kl. 20:00
04.06.2009
Í sumar munum við hér á KA-sport reyna eftir fremsta megni að uppfæra næstu leiki og úrslit hjá yngriflokkum félagsins. Leikjakerfið
er í hægrahorni síðunnar, þar er hægt að sjá næstu leiki og nýjustu úrslit skipt eftir greinum og kyni. Til þess að
sjá nánari upplýsingar um hvern leik fyrir sig er hægt að smella á merkið fyrir aftan upplýsingarnar um hann sem að líkist blöðum.
Þar er að finna staðsetningu, frekari upplýsingar um hvaða lið er að keppa (A,B,C....) o.s.frv. Einnig er hvetjum við þjálfara, iðkendur eða
aðstandendur til að senda okkur upplýsingar um leikinn, t.d. smá umfjöllun sem hægt verður að nálgast á sama stað.
Tölvupósturinn er sem fyrr siggi@ka-sport.is
04.06.2009
Dregið var í 32-liða úrslit í Vísabikarnum í hádeginu í dag. Skemmst er frá því að segja að okkar menn
drógust á móti Aftureldingu sem við sækjum einmitt heim annað kvöld. Mun sá leikur eflaust setja tóninn fyrir viðureignina í bikarnum.
Leikurinn mun fara fram á Akureyrarvelli en það skýrist á næstunni hvenær það verður.
01.06.2009
Okkar menn komust áfram 32 liða úrslit í Vísabikarnum eftir sigur á Dalvík/Reyni í dag. Leikurinn fór fram í ágætis
veðri á Akureyrarvelli og þrátt fyrir dræma mætingu var nokkur hávaði og stemming á vellinum þar sem klapp lið beggja liða
lögðu sitt af mörkum.