28.05.2009
Stelpurnar í Þór/KA fá Valsstúlkur í heimsókn á Akureyrarvöll í kvöld. Vali er spáð góðu gengi í
Pepsideildinni í ár og stefnir því í hörku leik þar sem stelpurnar þurfa taka á öllu sínu. Við hvetjum alla til þess
að mæta á völlin og styðja stelpurnar okkar og minnum KA menn á það, en það vill oft gleymast, að KA menn eru annar helmingur af þessu
liði! Bein textalýsing verður á vef Þórs, www.thorsport.is. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er eins og áður sagði
á Akureyrarvelli.
Lokatölur 2 - 7 fyrir Valsstúlkum.
27.05.2009
Viðureign KA og Dalvík/Reynis í Vísabikar karla sem átti að fara fram á þriðjudaginn n.k. hefur verið færður fram til
mánudagsins 1. júní n.k. leikurinn mun fara fram á Akureyrarvelli kl 17:00.
Við hvetjum alla KA menn til að mæta og styðja sitt lið mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, klukkan
17:00!
25.05.2009
Þriðja umferð 1. deildar karla hófst á fimmtudag með tveimur leikjum. Leiknismenn, sem spáð var 9. sæti í spá fyrirliða og
þjálfara, sem vefsíðan fótbolti.net framkvæmdi, tóku á móti norðanpiltum í blíðskaparveðri í
Breiðholtinu. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru góðar en völlurinn virtist þó vera eilítið loðinn.
25.05.2009
Á öllum heimaleikjum sumarsins mun sérstök dómnefnd vera að störfum og að leik loknum velja mann leiksins. Sá sem verður fyrir valinu fær
að launum út að borða á veitingastaðnum Strikinu.
21.05.2009
Útvarpsstöð Ástþórs Magnússonar, Lýðvarpið, mun standa fyrir útsendingum frá leikjum í 1. deildinni í sumar.
Í dag verður leik Leiknis og KA lýst í beinni. Hægt er að hlusta á útsendinguna með því að smella hér. Leikurinn hefst klukkan 16:00
Uppfærsla 16:07: Eitthvað virðist vera lítið að marka þá Ástþór og félaga á
Lýðvarpinu því ekki heyrist múkk frá Leiknisvellinum....
20.05.2009
Á morgun, fimmtudaginn 21. maí mætast KA og Leiknir fyrir sunnan í þriðju umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl.16:00 og hvetjum við
alla KA-menn fyrir sunnan að skella sér á leikinn.
20.05.2009
Laus eru nokkur sæti í rútu á Leiknisleikinn sem fram fer kl 16:00 á morgun, fimmtudaginn 21. maí. Farið verður frá KA - Heimilinu kl 8:45 og
frá strax eftir leik. Um að gera að skella sér með og styðja sitt lið! Nánari upplýsingar veitir Gassi í síma 899-7888 eða á
gassi@ka-sport.is.
19.05.2009
Á morgun er fyrsti leikur annars flokks á tímabilinu þegar FH-ingar koma í heimsókn og leika gegn okkar mönnum í Boganum kl. 18:00.
19.05.2009
Á morgun, miðvikudag, heldur knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason fyrirlestur í Lundarskóla.
18.05.2009
Góð stemning var meðal þeirra rúmlega þúsund áhorfenda sem mættu á leik KA og Þórs. Ítarleg umfjöllun með
myndum og myndböndum frá leiknum á föstudag.