Fréttir

Rútuferðir á Skagann!

Okkar menn mæta ÍA á sunnudaginn í mikilvægum leik sem verður að vinnast. Svo virðist sem að liðið sé dottið í gírinn hvað varðar mörk og er geysilega mikilvægt að allir sem sjá sér fært að mæta fari með suður! Hægt er að kaupa sér far með rútunni sem flytur liðið en það kostar aðeins 1.000 kr! Nánari upplýsingar veitir Gassi í 899-7888 eða gassi@ka-sport.is

KA-menn áfram í bikarnum

Í gærkvöldi tryggðu okkar menn sig áfram í VISA-bikarnum með sigri á Aftureldingu á Akureyrarvellinum.

Upphitun: KA - Afturelding (VISA-bikar)

Á morgun, fimmtudaginn 18. júní  fer fram leikur KA og Aftureldingar  í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli, og hefst kl 18:00

Vinir Sagga hita upp fyrir bikarslag

Hinir bráðfjörugu Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöld áður en þeir halda á völlinn og styðja sitt lið til sigurs.

Myndband af marki Disztl gegn Haukum í síðustu viku

Í síðustu viku fóru KA-menn með sigur af hólmi á Haukum á Akureyrarvellinum og eina mark leiksins skoraði ungverski framherjinn David Disztl en það var jafnframt hans fyrsta mark fyrir félagið síðan hann kom í vor.

Umfjöllun: KA - Haukar (Með myndum)

Á fimmtudagskvöld fengu KA menn Hauka í heimsókn á Akureyrarvellinum. Það var frekar kalt í veðri með smá úrkomu inn á milli og völlurinn blautur og virkaði í fínu standi. Ágæt mæting var á leikinn þar sem Vinir Sagga voru fremstir í flokki eins og oft áður.

Sigur á Akureyrarvelli í kvöld! Þórður Arnar maður leiksins

Okkar menn sigruðu topplið Hauka nú fyrr í kvöld, lokatölur leiksins voru 1-0. Það var ungverjinn David Disztl sem að skoraði sigurmark okkar á 73. mínútu. Leikurinn var rólegur og það var lítið sem gladdi augað. Haukar voru sterkari aðilinn í fyrra hálfleik en liðin voru nokkuð jöfn í þeim seinni.

Vinir Sagga undirbúa sig fyrir kvöldið!

Vinir Sagga ætla að hittast fyrir leikinn í kvöld og hita upp á veitingastaðnum DJ Grill í miðbænum.

Upphitun: KA-Haukar

Í kvöld, fimmtudaginn 11.júní fá KA-menn Hauka í heimsókn. Leikurinn verður spilaður á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15.

N1 mót: Fer að styttast í mót

Þá er komið að því enn einu sinni N1 mót KA nálgast óðfluga og Gunnar Gunnarsson og Magnús Sigurólason eyða enn fleiri mínútum en venjulega í símanum við skipulagning mótsins en það þarf að líta í ansi mörg horn svo allt gangi upp. Mikill áhugi er fyrir mótinu og eykst hann með hverju ári en 144 lið eru skráð á mótið, þar af eitt frá Færeyjum líkt og í fyrra. Á næstu dögum fara málin að skýrast, riðlar verða klárir um helgina og 10 dögum fyrir mótið verður leikjaniðurröðun klár. Þann 30. júní kemur svo út blað N1-mótsins þar sem hægt verður að nálgast allar upplýsingar. Fyrir utan að spila fótbolta verður keppendum boðið í bíó og fá þeir að sjálfsögðu frítt í sund auk annara skemmtilegra viðburða.