Fréttir

Norbert maður leiksins við Dalvík/Reyni

Norbert Farkas var valinn maður leiksins í leik KA og Dalvík/Reynis sem fram fór á Akureyrarvelli. Norbert fær eins og allir aðrir sem valdir eru menn leiksins út að borða á Strikinu. 

Upphitun: KA - Dalvík/Reynir

Á morgun, mánudaginn 1.júní klukkan 17:00 hefja KA menn leik í VISA-Bikarnum. Þetta er önnur umferðin en KA sátu hjá í þeirri fyrstu og fengu KA-menn Dalvík/Reyni á Akureyrarvelli.

Túfa maður leiksins við Fjarðarbyggð

Túfa var valinn maður leiksins í leik KA og Fjarðarbyggðar sem fram fór í kvöld. Maður leiksins er valin af leynilegri dómnefnd sem fylgist náið með leiknum. Það er svo veitingastaðurinn Strikið sem að verðlaunar menn leiksins með gjafabréfi. Túfa getur því skellt sé út að borða á þessum glæsilega veitingastað á næstunni.

Markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld

KA menn gerðu markalaust jafntefli við Fjarðarbyggð í kvöld. Leikurinn var þó spennandi og áttu KA menn þó nokkur færi og voru óheppnir að ná ekki allavegana einu marki úr leiknum. Sandor Matus varði einnig víti sem dæmt var á KA í seinni hálfleik. Nánari umfjöllun um leikinn er að vænta á næstunni frá fréttaritara KA-Sport sem var á staðnum.

KA mætir Fjarðabyggð í kvöld - Vinir Sagga hita upp

Í kvöld taka KA-menn á móti Fjarðabyggð á Akureyrarvellinum. Flautað verður til leiks kl. 19:15 en Vinir Sagga ætla að hittast á DJ-Grill klukkan fimm í dag og hefja upphitun.

Stelpurnar í Þór/KA taka á móti Völsurum í kvöld!

Stelpurnar í Þór/KA fá Valsstúlkur í heimsókn á Akureyrarvöll í kvöld. Vali er spáð góðu gengi í Pepsideildinni í ár og stefnir því í hörku leik þar sem stelpurnar þurfa taka á öllu sínu. Við hvetjum alla til þess að mæta á völlin og styðja stelpurnar okkar og minnum KA menn á það, en það vill oft gleymast, að KA menn eru annar helmingur af þessu liði! Bein textalýsing verður á vef Þórs, www.thorsport.is. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er eins og áður sagði á Akureyrarvelli. Lokatölur 2 - 7 fyrir Valsstúlkum.

Nýr tími á bikarleiknum við Dalvík/Reyni

Viðureign KA og Dalvík/Reynis í Vísabikar karla sem átti að fara fram á þriðjudaginn n.k. hefur verið færður fram til mánudagsins 1. júní n.k. leikurinn mun fara fram á Akureyrarvelli kl 17:00. Við hvetjum alla KA menn til að mæta og styðja sitt lið mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, klukkan 17:00!

Umfjöllun: Leiknir - KA (Með myndum)

Þriðja umferð 1. deildar karla hófst á fimmtudag með tveimur leikjum. Leiknismenn, sem spáð var 9. sæti í spá fyrirliða og þjálfara, sem vefsíðan fótbolti.net framkvæmdi, tóku á móti norðanpiltum í blíðskaparveðri í Breiðholtinu. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru góðar en völlurinn virtist þó vera eilítið loðinn.

Andri Fannar maður leiksins og umferðarinnar

Á öllum heimaleikjum sumarsins mun sérstök dómnefnd vera að störfum og að leik loknum velja mann leiksins. Sá sem verður fyrir valinu fær að launum út að borða á veitingastaðnum Strikinu.

Leiknir R. - KA: Bein útvarpslýsing!

Útvarpsstöð Ástþórs Magnússonar, Lýðvarpið, mun standa fyrir útsendingum frá leikjum í 1. deildinni í sumar. Í dag verður leik Leiknis og KA lýst í beinni. Hægt er að hlusta á útsendinguna með því að smella hér. Leikurinn hefst klukkan 16:00 Uppfærsla 16:07: Eitthvað virðist vera lítið að marka þá Ástþór og félaga á Lýðvarpinu því ekki heyrist múkk frá Leiknisvellinum....