Fréttir

KA menn í 3. sætið eftir sigur í dag

Okkar menn lögðu Víking Ólafsvík í dag, sigurinn var svo sannarlega glæstur en lokatölur voru þrjú mörk KA gegn engu frá Víking. David Disztl skoraði fyrsta og þriðja mark leiksins en Sandor Zoltan skoraði annað markið. Eftir sigurinn í dag sitja okkar menn í 3. sæti deildarinnar með 14. stig en fyrir ofan okkur eru Haukar í 2. sæti með 16. stig og Selfoss í 1. sæti með 19. stig. Næsti leikur er á heimavelli gegn ÍR á miðvikudag kl 19:15. Við hvetjum alla til þess að mæta og stiðja við bakið á okkar mönnum! Nánari umfjöllun og myndir koma síðar.

Dínó kominn með UEFA A gráðu

Dean Martin þjálfari meistaraflokks útskrifaðist á dögunum með A þjálfaragráðu frá UEFA/KSÍ en það er hæsta gráðan sem KSÍ býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi.

Upphitun: Víkingur Ó. - KA

Á morgun, laugardaginn 27. júní fara okkar menn til Ólafsvíkur þar sem þeir etja kappi við Víking Ólafsvík. Leikurinn verður spilaður á Ólafsvíkurvelli og á hann að hefjast kl 16:00 Síðasta ferð KA manna á Ólafsvík var miður glæsileg, en heimamenn náðu að innbyrða 2-1 sigur þar sem markið kom í uppbótartíma í mígandi rigningu og roki.

KA-menn drógust gegn úrvalsdeildarliði Vals í bikarnum

Í gærdag var dregið í 16-liða úrslit VISA-bikarsins í höfuðstöðvum KSÍ. Skemmst er frá því að segja að KA-menn munu fara á Vodafonevöllinn á Hlíðarenda og mæta Val í 16-liða úrslitunum.

Umfjöllun: ÍA - KA (Myndir)

Þegar mætt var á leik okkar manna og Akurnesinga á Skipaskaga í gær var alveg ljóst að erfiður leikur ætti að vera fyrir höndum þrátt fyrir verri byrjun Akurnesinga í deildinni en þeir hefðu kosið. Mótherjinn eitt sigursælasta lið landsins, aðstæður flottar, veður með besta móti, þó skýjað og þó nokkrir áhorfendur mættir.

Upphitun: ÍA - KA

Á morgun, sunnudaginn 21.júní fara KA-menn til Akraness og mæta ÍA. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Akranesvelli. Rútuferð verður á leikinn og hægt er að kaupa sér far með rútunni sem flytur liðið en það kostar aðeins 1.000 kr.

Haukur Heiðar maður leiksins gegn Aftureldingu

Í leiknum á fimmtudagskvöld var hinn ungi hægri bakvörður, Haukur Heiðar Hauksson, valinn maður leiksins af dómnefnd skipaðri hörðum KA stuðningsmönnum.

Umfjöllun: KA - Afturelding (Myndaveisla)

KA-menn tóku á móti Aftureldingu í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins á Akureyrarvelli í gærkveldi. Frekar kalt var í veðri og norðanáttin reyndist leikmönnum stundum frekar erfið. KA menn fjölmenntu að vanda á leikinn þó svo mætingin hefði mátt vera betri.

Rútuferðir á Skagann!

Okkar menn mæta ÍA á sunnudaginn í mikilvægum leik sem verður að vinnast. Svo virðist sem að liðið sé dottið í gírinn hvað varðar mörk og er geysilega mikilvægt að allir sem sjá sér fært að mæta fari með suður! Hægt er að kaupa sér far með rútunni sem flytur liðið en það kostar aðeins 1.000 kr! Nánari upplýsingar veitir Gassi í 899-7888 eða gassi@ka-sport.is

KA-menn áfram í bikarnum

Í gærkvöldi tryggðu okkar menn sig áfram í VISA-bikarnum með sigri á Aftureldingu á Akureyrarvellinum.