Fréttir

Upphitun: Leiknir R. - KA

Á morgun, fimmtudaginn 21. maí mætast KA og Leiknir fyrir sunnan í þriðju umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl.16:00 og hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að skella sér á leikinn.

Laus sæti suður á Leiknisleikinn!

Laus eru nokkur sæti í rútu á Leiknisleikinn sem fram fer kl 16:00 á morgun, fimmtudaginn 21. maí. Farið verður frá KA - Heimilinu kl 8:45 og frá strax eftir leik. Um að gera að skella sér með og styðja sitt lið! Nánari upplýsingar veitir Gassi í síma 899-7888 eða á gassi@ka-sport.is.

Tímabilið hjá öðrum flokki að hefjast - ,,Ekkert verður gefið"

Á morgun er fyrsti leikur annars flokks á tímabilinu þegar FH-ingar koma í heimsókn og leika gegn okkar mönnum í Boganum kl. 18:00.

Haukur Ingi Guðnason með fyrirlestur á morgun

Á morgun, miðvikudag, heldur knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason fyrirlestur í Lundarskóla.

Umfjöllun: KA - Þór (Myndir og myndbönd)

Góð stemning var meðal þeirra rúmlega þúsund áhorfenda sem mættu á leik KA og Þórs. Ítarleg umfjöllun með myndum og myndböndum frá leiknum á föstudag.

Bein lýsing frá leik KA-Þór (2-0) - Leik lokið.

Í kvöld fer fram nágrannaslagur á Akureyrarvellinum og er stefnt að því að hafa beina lýsingu frá leiknum hér á vefsíðunni. Allir sem eru fyrir norðan eiga þó ekki að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og fylgjast með leiknum - þeir eiga að mæta í þessu frábæra veðri á völlinn og styðja sitt lið!

Upphitun: KA - Þór

Á morgun, föstudaginn 15. mars fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli í annari umferð Íslandsmótsins klukkan 19:15. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á DJ Grill klukkan 17:00. Tilboð verður á veitingum.

Ungir KA-krakkar fylgja leikmönnum inn á völlinn

Í sumar munu ungir krakkar sem æfa fótbolta í yngri flokkum KA fylgja leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn fyrir leiki.

David Disztl verður áfram í herbúðum liðsins

Ungverski framherjinn David Disztl verður áfram í herbúðum KA-liðsins en hann kom hingað í síðustu viku á reynslu.

Vinir Sagga hita upp fyrir nágrannaslaginn

Næsti leikur KA-manna er nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvellinum. Baráttan verður ekki minni í stúkunni og þar ætla Vinir Sagga að sjálfsögðu að hafa betur og byrjar upphitun hjá þeim á veitingastaðnum DJ Grill kl. 17:00.