Fréttir

3 dagar í leik - Pistill: Ungu strákarnir springa út

Þá er komið að hinum árlega pistli frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni eða borgarstjóranum eins og hann kallar sig. Hann gefur að líta hér að neðan.

3 dagar í leik - Spá Fótbolta.net: 4. sæti

Undanfarna daga hefur Fótbolti.net verið að birta spá fyrirliða og þjálfara fyrir fyrstu deildina í sumar. Í dag var röðin komin að KA-mönnum og er þeim spáð fjórða sætinu í sumar.

4 dagar í leik - Vinir Sagga: Viljum fá alla með okkur í þetta

Það eru nokkrir miklir KA-menn sem eru líklegast manna spenntastir fyrir sumrinu. Síðasta sumar settu þeir skemmtilega gulan svip á stúkuna með söngvum og stuðningi og þarna er ég að sjálfsögðu að tala um strákana í stuðningsmannafélaginu Vinir Sagga sem hafa svo sannarlega glætt stúkuna á Akureyrarvellinum nýju lífi með tilkomu sinni.

Ungverskur framherji á reynslu - David Disztl

Á mánudaginn kom til liðsins ungverskur framherji á reynslu að nafni David Disztl.

5 dagar í leik - Steini Eiðs: Hlakka mikið til að byrja deildina

Núna eru einungis fimm dagar í leik og að því tilefni heyrði heimasíðan í aðstoðarþjálfaranum Steina Eiðs og ræddi við hann um komandi tímabil og fleira.

Fyrirlestraröð yngriflokkaráðs KA

Í maí stendur yngriflokkaráð fyrir þremur fróðlegum fyrirlestrum. Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur kemur með fyrirlestur sem hann kallar ,,Hugræn færni og árangur", Fríða Rún Þórðardóttir heldur fyrirlestur um næringu íþróttafólks og Stefán Ólafsson heldur fyrirlestur um íþróttameiðsl og forvarnir.

Kynningarkvöld hjá Vinum Sagga á fimmtudaginn (Uppfært)

Fimmtudaginn nk. fer fram kynningarkvöld hjá stuðningsmannafélaginu Vinum Sagga fyrir fótboltasumarið 2009 á sportbarnum Allanum.

Þór/KA sigraði Stjörnuna í úrslitaleik Lengjubikarsins

Stelpurnar okkar í Þór/KA eru Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Stjörnunni í dag 2-3. Mateja Zver skoraði 2 mörk og  Rakel Hönnudóttir 1. Störnustúlkur byrjuðu betur og komust í 1-0 með marki á  34. mínútu en Mateja Zver jafnaði leikinn á 62. mínútu. Stjarnan komst svo í 2-1 á 75. mín og Mateja jafnaði í 2-2 á 84 mínútu. Það var svo Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmark Þór/KA í uppbótartíma.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar á fimmtudag

Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar fer fram nk. fimmtudagskvöld í KA-heimilinu og hefst kl. 20:30.

Umfjöllun: Fram - KA

KA-menn léku gegn úrvalsdeildarliði Fram á sumardaginn fyrsta fyrir sunnan og tapaði með minnsta mögulega mun. Egill Ármann Kristinsson var á staðnum og skrifaði um leikinn.