Fréttir

Túfa búinn að framlengja um tvö ár

Serbinn Túfa eða Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Dwight var bara gabb!

Við hér á KA síðunni gátum ekki verið eftirbátar annara fjölmiðla og gerðum við heiðarlega tilraun til þess að gabba lesendur síðunnar. Fyrir þá sem ekki hafa fattað það ennþá var fréttin um komu stórstjörnunnar Dwight York til landsins gabbið þetta árið. Ekki er vitað hvort að einhverjir lesendur hlupu apríl, en það skiptir þó ekki öllu heldur er það hefðin á bakvið þetta sem skiptir öllu! Fréttina um komu Dwight er hægt að finna ef þú smellir hér.

Ragnar Heiðar Sigtryggsson látinn

Ragnar Heiðar Sigtryggsson betur þekktur sem Gógó er látinn 84 ára að aldri. Hann var mikill KA maður alla sína tíð og var t.d. fyrsti KA maðurinn til að spila landsleik fyrir félagið, en það var árið 1957. Ragnar hefur bæði hlotið Gullmerki KA og KSÍ. Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ættingjum Ragnars innilegar samúðarkveðjur og þakkar honum sömuleiðis fyrir starf sitt í þágu félagsins.

Umfjöllun: Afturelding - KA

KA-menn fóru suður um síðustu helgi og léku gegn liði Aftureldingar í Lengjubikarnum. Upphaflega átti leikurinn að fara fram utandyra á Varmárvelli en að lokum var hann færður inn í hið glæsilega hús, Kórinn.

Umfjöllun: Jafntefli í grannaslagnum

Á mánudaginn mættust KA og Þór í Lengjubikarnum og skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Umfjöllun með myndum.

KA könnurnar komnar í sölu!

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur hafið sölu á forláta könnum sem merktar eru KA og nafni þess er kaupir könnuna. Þetta stóra og fallega drykkjarmál kostar aðeins 1.250 kr. Því er beint til allra KA félaga að eignast þessa forláta könnu sem nota má sem t.d. jólagjöf, afmælisgjöf, sumargjöf eða bara drykkjarmál fyrir þig! Það skal tekið fram að sölu likur þann 4. april. Því er KA félögum nær og fjær til sjávar og sveita bent á að hafa hröð handtök og hafa samband við Gunnar nokkurn Nielsson yfirmann könnusölu i síma 8606751 eða á email bjorgun@isl.is

Nágrannaslagur á morgun í Lengjubikarnum

Á morgun er á dagskrá leikur hjá KA í Lengjubikarnum þegar annar nágrannaslagur vetrarins fer fram. Þór og KA eru saman í riðli í keppninni og því verður boðið upp á hörku fótboltaleik á morgun í Boganum.

Stjórn knattspyrnudeildar og leikmenn stilla saman strengi

Í gærkvöld var haldinn fundur stjórnar knattspyrnudeildar KA með leikmönnum þar sem aðalmálið var að kynna nyja meðlimi stjórnarinnar. Fundurinn þótti takst vel og voru liflegar umræður i gangi. Að fundinum loknu fengu menn sér Greifa pizzur og ískalt Pepsi og er þvi var lokið fór fram siðbúinn verðlauna afhending. Eins og allir KA menn nær og fjær vita var markmaður KA Sandor Matus valinn íþróttamaður ársins 2008 hjá KA.

Umfjöllun: Selfoss - KA (Myndir + myndbrot)

Í síðustu viku komu Selfyssingar norður í æfingaferð og léku æfingaleik við KA-menn en skemmst er frá því að segja að KA fór með 3-1 sigur af hólmi í prýðilegum leik.

Æfingaleikur gegn Selfyssingum í kvöld

Í kvöld mætast KA og Selfoss í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 19:00.