27.03.2009
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur hafið sölu á forláta könnum sem merktar eru KA og nafni þess er kaupir könnuna. Þetta stóra og
fallega drykkjarmál kostar aðeins 1.250 kr. Því er beint til allra KA félaga að eignast þessa forláta könnu sem nota má sem t.d.
jólagjöf, afmælisgjöf, sumargjöf eða bara drykkjarmál fyrir þig! Það skal tekið fram að sölu likur þann 4. april.
Því er KA félögum nær og fjær til sjávar og sveita bent á að hafa hröð handtök og hafa samband við Gunnar nokkurn Nielsson
yfirmann könnusölu i síma 8606751 eða á email bjorgun@isl.is
22.03.2009
Á morgun er á dagskrá leikur hjá KA í Lengjubikarnum þegar annar nágrannaslagur vetrarins fer fram. Þór og KA eru saman í riðli
í keppninni og því verður boðið upp á hörku fótboltaleik á morgun í Boganum.
20.03.2009
Í gærkvöld var haldinn fundur stjórnar knattspyrnudeildar KA með leikmönnum þar sem aðalmálið var að kynna nyja meðlimi
stjórnarinnar. Fundurinn þótti takst vel og voru liflegar umræður i gangi. Að fundinum loknu fengu menn sér Greifa pizzur og ískalt Pepsi og
er þvi var lokið fór fram siðbúinn verðlauna afhending. Eins og allir KA menn nær og fjær vita var markmaður KA Sandor Matus valinn
íþróttamaður ársins 2008 hjá KA.
17.03.2009
Í síðustu viku komu Selfyssingar norður í æfingaferð og léku æfingaleik við KA-menn en skemmst er frá því að segja
að KA fór með 3-1 sigur af hólmi í prýðilegum leik.
12.03.2009
Í kvöld mætast KA og Selfoss í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 19:00.
12.03.2009
Á laugardaginn sl. mættust Fjölnir og KA í fyrstaleik KA-manna í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Egilshöll.
11.03.2009
/*
Á bilinu 40 - 50 manns sótt aðalfund knattspyrnudeildar síðastliði mánudagskvöld. Fráfarandi formaður Gunnar Gunnarsson bauð gesti velkomna
og stakk upp á Gunnari Níelssyn sem fundarstjóra og Erlingi Kristjáns sem fundarritara. Gunnar stýrði fundinum með harðri hendi og tók fundurinn
aðeins 40 mínútur.
07.03.2009
Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður haldinn á mánudagskvöldið n.k. 9. mars kl 20:00. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að mæta
á fundinn, dagskrá fundarins er eftirfarandi.
06.03.2009
Á morgun leikur KA fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum þegar þeir fara suður og leika gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis í Egilshöll.
06.03.2009
Knattspyrnudeild KA hefur gert saming við hinn unga og efnilega knattspyrnumann Ómar Friðriksson. Samið var við Ómar til þriggja ára en hann er aðeins
16 ára gamall. Hann þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og hefur meðal annars verið í landsliðsúrtökum.