04.05.2009
Í maí stendur yngriflokkaráð fyrir þremur fróðlegum fyrirlestrum. Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur kemur með fyrirlestur sem hann
kallar ,,Hugræn færni og árangur", Fríða Rún Þórðardóttir heldur fyrirlestur um næringu íþróttafólks og
Stefán Ólafsson heldur fyrirlestur um íþróttameiðsl og forvarnir.
04.05.2009
Fimmtudaginn nk. fer fram kynningarkvöld hjá stuðningsmannafélaginu Vinum Sagga fyrir fótboltasumarið 2009 á sportbarnum Allanum.
02.05.2009
Stelpurnar okkar í Þór/KA eru Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Stjörnunni í dag 2-3. Mateja Zver skoraði 2
mörk og Rakel Hönnudóttir 1. Störnustúlkur byrjuðu betur og komust í 1-0 með marki á 34. mínútu en Mateja Zver jafnaði
leikinn á 62. mínútu. Stjarnan komst svo í 2-1 á 75. mín og Mateja jafnaði í 2-2 á 84 mínútu. Það var svo Rakel
Hönnudóttir sem skoraði sigurmark Þór/KA í uppbótartíma.
28.04.2009
Hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar fer fram nk. fimmtudagskvöld í KA-heimilinu og hefst kl. 20:30.
27.04.2009
KA-menn léku gegn úrvalsdeildarliði Fram á sumardaginn fyrsta fyrir sunnan og tapaði með minnsta mögulega mun. Egill Ármann Kristinsson var á
staðnum og skrifaði um leikinn.
21.04.2009
Á fimmtudaginn, fyrsta dag sumars, halda KA-menn suður yfir heiðar og leika þar æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram á gervigrasinu í
Safamýrinni. Leikurinn hefst kl. 14:30 á Framsvæðinu.
19.04.2009
Síðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum í ár fór fram á laugardaginn þegar úrvalsdeildarlið Vals kom í heimsókn.
17.04.2009
Á morgun, laugardag, leika KA-menn síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á þessu vori en það er úrvalsdeildarlið Vals sem mætir í
heimsókn til Akureyrar.
05.04.2009
KA-menn leika annan leikinn sinn á þremur dögum á morgun þegar þeir mæta Haukum í æfingaleik í Boganum.
04.04.2009
Breiðablik hafði betur í viðureign KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum í dag. Blikarnar skoruðu 2 mörk á móti einu marki KA. Reyndar voru KA
betri aðilinn í leiknum og áttu fjölda tækifæra, sigur Blika var því óverðskuldaður. Það var Bjarni Pálmason sem að
skoraði markið fyrir KA. Nánari umfjöllun er væntanleg síðar.