Fréttir

Æfingaleikur gegn Fram á sumardaginn fyrsta

Á fimmtudaginn, fyrsta dag sumars, halda KA-menn suður yfir heiðar og leika þar æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram á gervigrasinu í Safamýrinni. Leikurinn hefst kl. 14:30 á Framsvæðinu.

Umfjöllun: KA - Valur (Með myndum)

Síðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum í ár fór fram á laugardaginn þegar úrvalsdeildarlið Vals kom í heimsókn.

Síðasti leikurinn í Lengjubikarnum á morgun

Á morgun, laugardag, leika KA-menn síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á þessu vori en það er úrvalsdeildarlið Vals sem mætir í heimsókn til Akureyrar.

Æfingaleikur gegn Haukum á mánudag

KA-menn leika annan leikinn sinn á þremur dögum á morgun þegar þeir mæta Haukum í æfingaleik í Boganum.

Breiðablik hafði betur

Breiðablik hafði betur í viðureign KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum í dag. Blikarnar skoruðu 2 mörk á móti einu marki KA. Reyndar voru KA betri aðilinn í leiknum og áttu fjölda tækifæra, sigur Blika var því óverðskuldaður. Það var Bjarni Pálmason sem að skoraði markið fyrir KA. Nánari umfjöllun er væntanleg síðar.

Túfa búinn að framlengja um tvö ár

Serbinn Túfa eða Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Dwight var bara gabb!

Við hér á KA síðunni gátum ekki verið eftirbátar annara fjölmiðla og gerðum við heiðarlega tilraun til þess að gabba lesendur síðunnar. Fyrir þá sem ekki hafa fattað það ennþá var fréttin um komu stórstjörnunnar Dwight York til landsins gabbið þetta árið. Ekki er vitað hvort að einhverjir lesendur hlupu apríl, en það skiptir þó ekki öllu heldur er það hefðin á bakvið þetta sem skiptir öllu! Fréttina um komu Dwight er hægt að finna ef þú smellir hér.

Ragnar Heiðar Sigtryggsson látinn

Ragnar Heiðar Sigtryggsson betur þekktur sem Gógó er látinn 84 ára að aldri. Hann var mikill KA maður alla sína tíð og var t.d. fyrsti KA maðurinn til að spila landsleik fyrir félagið, en það var árið 1957. Ragnar hefur bæði hlotið Gullmerki KA og KSÍ. Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ættingjum Ragnars innilegar samúðarkveðjur og þakkar honum sömuleiðis fyrir starf sitt í þágu félagsins.

Umfjöllun: Afturelding - KA

KA-menn fóru suður um síðustu helgi og léku gegn liði Aftureldingar í Lengjubikarnum. Upphaflega átti leikurinn að fara fram utandyra á Varmárvelli en að lokum var hann færður inn í hið glæsilega hús, Kórinn.

Umfjöllun: Jafntefli í grannaslagnum

Á mánudaginn mættust KA og Þór í Lengjubikarnum og skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Umfjöllun með myndum.