Fréttir

Bæði lið enduðu Soccerade með slæmum töpum

Meistaraflokkur tapaði úrslitaleiknum 1-0 gegn Þór og 2. flokkur sá ekki til sólar í 6-1 tapi gegn Völsungum í leik um 5. sætið.

Úrslitaleikur Soccerademótsins á morgun

Á morgun mætast KA og Þór í úrslitaleik Soccerademótsins en liðin sigruðu bæði sína riðla með fullt hús stiga. Á laugardaginn mætir 2. flokkur síðan Völsungum í leik um 5. sætið.

Andri og Haukur á ferðinni

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu sem æfir tvívegis um helgina fyrir sunnan.

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.

Sannfærandi sigrar hjá báðum liðum

Bæði lið KA í Soccerademótinu sigruðu sína leiki um helgina. Meistaraflokksliðið vann Dalvík/Reyni 3-0 og endar því í efsta sæti B-riðils og 2. flokkur sigraði KS/Leiftur 3-1 sem þýðir að liðið endar í 3. sæti A-riðils.

Riðlakeppni Soccerade lýkur um helgina

Bæði KA-liðin í Soccerademótinu eiga lokaleikina í sínum riðlum um helgina. Á morgun, laugardag, mætir meistaraflokkur Dalvík/Reyni og á sunnudaginn mætir 2. flokkur KS/Leiftri.

Elmar Dan flytur til Noregs - Leikur með Tornado Måløy

Fyrirliði liðsins seinasta sumar, Elmar Dan Sigþórsson, hefur samið við norska 3. deildarliðið Tornado Måløy FK til tveggja ára en hann heldur út í byrjun mars.

KA-menn settu fjögur gegn Draupnismönnum

Þriðji sigurleikur KA kom á laugardagskvöldið sl. þegar þeir tóku á móti nýstofnuðu þriðjudeildarliði Draupnis í Soccerademótinu.

KA mætir Draupni á morgun

Annað kvöld mætast KA og nýstofnað lið Draupnis í Soccerademótinu en Draupnismenn hafa tapað báðum sínum leikjum meðan KA hafa unnið báða sína.

Knattspyrnudeild KA opnar getraunaþjónustu!

Knattspyrnudeild KA ætlar að endurvekja getraunaþjónustuna sem hefur legið niðri um nokkurt skeið. Getraunaþjónustan verður opin á föstudagskvöldum frá klukkan 20 - 22 og á laugardögum frá klukkan 12 - 13:30. Við hvetjum alla KA menn til þess að líta við í KA - heimilinu, fá sér kaffi, tippa og spjalla um enska boltan í leiðinni. Um leið viljum við benda öllum þeim sem að eru að tippa á 1x2 og Lengjunni að ef þeir setja félagsnúmer KA 600 á getraunaseðilinn þá rennur hluti af andvirði miðans til KA!