Fréttir

Tap í fyrsta leik Lengjubikarsins (Umfjöllun)

Á laugardaginn sl. mættust Fjölnir og KA í fyrstaleik KA-manna í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Fjölmennur aðalfundur knattspyrnudeildar KA

/* Á bilinu 40 - 50 manns sótt aðalfund knattspyrnudeildar síðastliði mánudagskvöld. Fráfarandi formaður Gunnar Gunnarsson bauð gesti velkomna og stakk upp á Gunnari Níelssyn sem fundarstjóra og Erlingi Kristjáns sem fundarritara. Gunnar stýrði fundinum með harðri hendi og tók fundurinn aðeins 40 mínútur.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar á mánudagskvöld

Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður haldinn á mánudagskvöldið n.k. 9. mars kl 20:00. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að mæta á fundinn, dagskrá fundarins er eftirfarandi.

Lengjubikarinn að hefjast - KA mætir Fjölni á morgun

Á morgun leikur KA fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum þegar þeir fara suður og leika gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis í Egilshöll.

Ómar Friðriksson semur við KA

Knattspyrnudeild KA hefur gert saming við hinn unga og efnilega knattspyrnumann Ómar Friðriksson. Samið var við Ómar til þriggja ára en hann er aðeins 16 ára gamall. Hann þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og hefur meðal annars verið í landsliðsúrtökum.

KA gjörsigraði Tindastól í síðustu viku

Fyrir rúmri viku léku KA-menn æfingaleik gegn Tindastól í Boganum sem lauk með 8-1 sigri þeirra gulklæddu.

Andri og Haukur með U19 - Ómar með U17

Þrír leikmenn frá KA hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um helgina. Andri Fannar og Haukur Heiðar æfa með U19 og Ómar Friðriksson æfir með U17.

KA-sérþjálfun gengur afar vel

Mjög góð reynsla hefur fengist af því verkefni sem kallað hefur verið “KA-sérþjálfun” og yngriflokkastarf KA í knattspyrnu stendur fyrir. Fyrsti vísir að þessu verkefni var sumarið 2007 þegar efnt var til morgunæfinga fyrir nokkra valda stráka í 3. og 4. aldursflokki. Æfingarnar voru viðbót við hefðbundnar æfingar í viðkomandi flokkum. Árangurinn af þessum æfingum var mjög góður og ákvað yngriflokkaráð að þróa þær áfram.

Ómar Friðriksson á æfingar hjá U17

Ómar Friðriksson hefur verið boðaður á æfingar hjá U17 ára landsliði karla sem fram fara um helgina.

Tipp í KA - Heimilinu

Föstudagskvöldið 27. febrúar fer af stað hópleikur í getraunum í KA-Heimilinu. Leikurinn mun standa næstu sex vikur og sigurvegarar/inn hljóta vinning sem gleður! Opið er fyrir tipp í KA - Heimilinu á föstudagskvöldum frá 20:00 - 21:30 þar sem að menn geta spjallað saman og spáð í spilin og freistað þess að auðgast verulega, enda veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Rétt er að geta þess að með því að tippa í KA - Heimilinu styrkir þú einnig knattspyrnudeildina og því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja að efla það góða starf sem þar er unnið. Munið! KA - Heimilið - föstudagskvöld kl 20:00 - 21:30 - Hópleikur í getraunum með glæsilegum vinningum!