06.02.2009
Bæði KA-liðin í Soccerademótinu eiga lokaleikina í sínum riðlum um helgina. Á morgun, laugardag, mætir meistaraflokkur Dalvík/Reyni
og á sunnudaginn mætir 2. flokkur KS/Leiftri.
03.02.2009
Fyrirliði liðsins seinasta sumar, Elmar Dan Sigþórsson, hefur samið við norska 3. deildarliðið Tornado Måløy FK til tveggja ára en hann heldur
út í byrjun mars.
03.02.2009
Þriðji sigurleikur KA kom á laugardagskvöldið sl. þegar þeir tóku á móti nýstofnuðu þriðjudeildarliði Draupnis
í Soccerademótinu.
30.01.2009
Annað kvöld mætast KA og nýstofnað lið Draupnis í Soccerademótinu en Draupnismenn hafa tapað báðum sínum leikjum meðan KA hafa
unnið báða sína.
29.01.2009
Knattspyrnudeild KA
ætlar að endurvekja getraunaþjónustuna sem hefur legið niðri um nokkurt skeið. Getraunaþjónustan verður opin á föstudagskvöldum
frá klukkan 20 - 22 og á laugardögum frá klukkan 12 - 13:30. Við hvetjum alla KA menn til þess að líta við í KA - heimilinu, fá
sér kaffi, tippa og spjalla um enska boltan í leiðinni. Um leið viljum við benda öllum þeim sem að eru að tippa á 1x2 og Lengjunni að ef
þeir setja félagsnúmer KA 600 á getraunaseðilinn þá rennur hluti af andvirði miðans til KA!
29.01.2009
KA sigraði annan leikinn í röð í Soccerademótinu á mánudagskvöldið en þá léku þeir gegn annars flokks liði
Þórs í Boganum.
27.01.2009
Karen Birna Þorvaldsdóttir, leikmaður þriðja flokks kvenna, hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði
kvenna.
27.01.2009
Tveir leikmenn úr þriðja flokki karla hjá KA hafa verið valdir í úrtakshóp U16 ára landsliðs karla sem æfir tvívegis í
Boganum um komandi helgi.
26.01.2009
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samkomulag við KA vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar sem fyrirhugað var að rífa fljótlega.
26.01.2009
Í kvöld leikur KA sinn annan leik í Soccerademótinu og er andstæðingurinn annar flokkur Þórs.