Fréttir

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Knattspyrnudeildar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst hér á síðunni seinna í mánuðinum.

Bæði lið enduðu Soccerade með slæmum töpum

Meistaraflokkur tapaði úrslitaleiknum 1-0 gegn Þór og 2. flokkur sá ekki til sólar í 6-1 tapi gegn Völsungum í leik um 5. sætið.

Úrslitaleikur Soccerademótsins á morgun

Á morgun mætast KA og Þór í úrslitaleik Soccerademótsins en liðin sigruðu bæði sína riðla með fullt hús stiga. Á laugardaginn mætir 2. flokkur síðan Völsungum í leik um 5. sætið.

Andri og Haukur á ferðinni

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu sem æfir tvívegis um helgina fyrir sunnan.

Nýjung frá aðalstjórn K.A.

Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið. Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður júdódeildar á staðnum.

Sannfærandi sigrar hjá báðum liðum

Bæði lið KA í Soccerademótinu sigruðu sína leiki um helgina. Meistaraflokksliðið vann Dalvík/Reyni 3-0 og endar því í efsta sæti B-riðils og 2. flokkur sigraði KS/Leiftur 3-1 sem þýðir að liðið endar í 3. sæti A-riðils.

Riðlakeppni Soccerade lýkur um helgina

Bæði KA-liðin í Soccerademótinu eiga lokaleikina í sínum riðlum um helgina. Á morgun, laugardag, mætir meistaraflokkur Dalvík/Reyni og á sunnudaginn mætir 2. flokkur KS/Leiftri.

Elmar Dan flytur til Noregs - Leikur með Tornado Måløy

Fyrirliði liðsins seinasta sumar, Elmar Dan Sigþórsson, hefur samið við norska 3. deildarliðið Tornado Måløy FK til tveggja ára en hann heldur út í byrjun mars.

KA-menn settu fjögur gegn Draupnismönnum

Þriðji sigurleikur KA kom á laugardagskvöldið sl. þegar þeir tóku á móti nýstofnuðu þriðjudeildarliði Draupnis í Soccerademótinu.

KA mætir Draupni á morgun

Annað kvöld mætast KA og nýstofnað lið Draupnis í Soccerademótinu en Draupnismenn hafa tapað báðum sínum leikjum meðan KA hafa unnið báða sína.