Flýtilyklar
16.12.2020
Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins
Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira
17.11.2020
Æfingar yngriflokka hefjast á morgun
Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur
Lesa meira
28.10.2020
André Collin tekur við stjórn karlaliðs KA
Filip Pawel Szewczyk hefur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla og mun einbeita sér í kjölfarið að því að spila. Hann mun áfram koma að þjálfun yngri flokka félagsins
Lesa meira
30.09.2020
Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld
KA tekur á móti Hamar Hveragerði í stórleik í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:15 í KA-Heimilinu í kvöld. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur og má búast við hörkuleik en KA liðið tryggði sér á dögunum sigur í Ofurbikarnum og er þetta fyrsti leikur liðsins í deildinni í vetur
Lesa meira
24.09.2020
Myndaveisla frá hörkuleik KA og HK
KA og HK mættust í hörkuleik í KA-Heimilinu í gærkvöldi í 2. umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár og stóð leikurinn heldur betur undir nafni sem stórleikur
Lesa meira
22.09.2020
101 miði í boði á KA - HK í blakinu
KA tekur á móti HK í annarri umferð Mizunodeildar kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 20:00. Liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og má búast við svakalegum leik en KA liðið er með eitt stig eftir fyrsta leik vetrarins þar sem liðið tapaði í oddahrinu gegn Aftureldingu
Lesa meira
19.09.2020
KA sækir nýliða Fylkis heim kl. 19:00
Blakveturinn er farinn af stað og nú er komið að karlaliði KA en KA sækir Fylki heim í fyrstu umferð Mizunodeildar karla klukkan 19:00 í dag. Strákarnir ætla sér stóra hluti í vetur og fyrsta verkefni vetrarins er gegn nýliðum Fylkis
Lesa meira
18.09.2020
50 miðar í boði á stórleik kvöldsins
KA tekur á móti Aftureldingu í stórleik fyrstu umferðar Mizunodeildar kvenna í blaki klukkan 20:00 í kvöld. Liðin börðust um titlana í fyrra og er spáð efstu tveimur sætunum í vetur og má því búast við hörkuleik
Lesa meira
14.09.2020
KA Ofurbikarmeistari í blaki karla 2020
Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og hampaði Ofurbikarnum um helgina eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik eftir mikinn spennuleik. KA byrjaði betur og komst í 2-0 en gestirnir gáfust ekki upp og knúðu fram oddahrinu þar sem KA vann að lokum 15-12 og leikinn þar með 3-2
Lesa meira
12.09.2020
Karlalið KA í úrslit Ofurbikarsins
Á morgun er komið að úrslitastundinni í Ofurbikarnum í blaki sem fer fram hér á Akureyri um helgina. Karlalið KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun og virðist liðið vera að koma sér betur og betur í takt eftir tap í fyrsta leik mótsins
Lesa meira