13.06.2016
Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari KA/Þórs í meistaraflokki kvenna í handknattleik. Jónatan er uppalinn KA-maður en samhliða þjálfun liðsins mun hann starfa hjá KA sem yfirþjálfari yngri flokka. Jónatan flyst búferlum heim frá Noregi í sumar þar sem hann hefur bæði þjálfað og spilað við góðan orðstýr undanfarin ár.
23.05.2016
Stefán Guðnason yfirþjálfari yngri flokka KA í handbolta mætti í Árnastofu í skemmtilegt spjall við Siguróla Magna Sigurðsson og fór yfir nýliðinn handboltavetur
23.05.2016
Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í KA-Heimilinu fimmtudaginn 19. maí. Eins og venjulega var mikið líf á hófinu enda voru margir skemmtilegir leikir og þrautir í boði. Einnig voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr í hverjum flokki verðlaunaðir.
17.05.2016
Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið fimmtudaginn 19. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins.
Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!
17.04.2016
Það voru án efa býsna margir sem töldu það nánast formsatriði fyrir Íslandsmeistara Hauka að gera út um einvígi liðanna eftir öruggan sigur þeirra á heimavelli á fimmtudaginn. Stór hópur stuðningsmanna Hauka fylgdi þeim norður til að taka þátt í gleðinni.
08.04.2016
Í dag klukkan 16:00 mun U-20 ára landslið karla spila gegn Póllandi í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20.
Í liði U-20 ára á Akureyri einn fulltrúa, Bernharð Anton Jónsson. Ef fólk vill fylgjast með leiknum er bent á slóðina:
http://tvsports.pl/ (bein slóð er sennilega http://tvsports.pl/index.php/live)
Bernharð er þó ekki eini KA maðurinn sem er í landsliðsverkefnum þessa helgi.
03.03.2016
Nú er hafin sala á happdrættismiðum til styrktar meistaraflokki karla í knattspyrnu sem hyggur á æfingaferð til Spánar í aprílbyrjun.
Hægt er að hafa samband við einhvern af leikmönnum, eða þjálfurum meistaraflokks til þess að festa kaup á miðum.