Fréttir

Akureyri mætir HK í Höllinni á fimmtudaginn

Á morgun, fimmtudag er komið að heimaleik Akureyrar gegn HK, lærisveinum Bjarka Sigurðssonar. Þetta er leikur í 10. umferð Olís deildarinnar og hefst þar með annar hluti deildarinnar

Akureyri mætir Aftureldingu í Höllinni á fimmtudaginn

Atli hóf störf síðasta föstudag og stýrir liðinu í sínum fyrsta leik á morgun, fimmtudag í heimaleik gegn Aftureldingu.

Atli Hilmarsson í þjálfarateymi Akureyrar

Í morgun var gengið frá ráðningu Atla Hilmarssonar til Akureyrar Handboltafélags og tekur Atli við starfi Heimis Arnar Árnasonar. Heimir Örn óskaði sjálfur eftir að verða leystur frá þjálfarahlutverkinu en hefur fullan hug á að koma inn í leikmannahóp liðsins.

Akureyri mætir ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn

Akureyri mætir í Breiðholtið á laugardaginn og mætir ÍR klukkan 15:30. Sama dag á KA/Þór útileik við Fylki í Olís deild kvenna og hefst sá leikur klukkan 15:00 í Fylkishöllinni.

Akureyri mætir FH í Höllinni í dag, fimmtudag

Það er heldur betur mikilvægur leikur í dag klukkan 19:00 þegar Akureyri mætir FH í Íþróttahöllinni. Leikir liðanna hafa svo sannarlega verið dramatískir og skemmtilegir þannig að þetta er klárlega leikur sem enginn má missa af.

Handboltinn hikstar af stað hjá 4. flokki kvenna

4. flokkur kvenna hóf keppni á Íslandsmótinu um helgina með sitt hvorum heimaleiknum. 99 liðið spilaði gegn Selfoss á meðan 00 árgangurinn mætti Val.

Akureyri með útileik gegn Fram í dag - textalýsing

Nú er komið að útileik hjá Akureyri Handboltafélagi en liðið mætir í Framhúsið í Safamýrinni í dag klukkan 15:00. Hamrarnir unnu útisigur á Þrótti 23-25 í 1. deild karla í gær. Hamrarnir mæta ÍH í Kaplakrika í kvöld.

5 leikmenn 3. flokks KA/Þór í unglingalandsliðum Íslands

Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir hafa verið valdar í u-17 ára landsliðið en þær fara til Hollands á mánudagsmorguninn í æfingaferð. Arna Kristín Einarsdóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir hafa svo einnig verið valdar í u-19 ára landsliðið sem kemur einnig saman til æfinga í næstu viku.

Leikur dagsins: Akureyri - Valur í Höllinni

Það eru sannkallaðir handboltadagar á Akureyri framundan - byrjum í Höllinni í dag og rétt að minna þá sem ekki hafa náð sér í Gullkort (stuðningsmannaskírteini) að koma tímanlega til að ná sér í kort.

Akureyri með mikilvæga heimaleiki í vikunni

Þessi vika verður ákaflega mikilvæg hjá okkar liði þar sem Akureyri leikur tvo heimaleiki. Á fimmtudaginn mæta Valsmenn í heimsókn og á sunnudaginn mæta Íslandsmeistararnir í ÍBV norður. Við skulum taka þessa tvo daga frá strax og fjölmenna í Höllina til að fá tvo sigra útúr þessari viku!