Fréttir

Skemmtilegt árgangamót í KA-Heimilinu

Flottur sigur á Fjölni

Stelpurnar í KA/Þór unnu frábæran sigur á Fjölni í KA-heimilinu um helgina. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Lokatölur urðu 37-26.

Flottur árangur hjá eldra ári 5. flokks karla og kvenna í Eyjum um helgina

Eldri ár 5. flokks karla og kvenna kepptu á fyrstu Íslandsmótum vetrarins í Vestmannaeyjum um helgina. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið frábær. Stelpurnar unnu 2. deild og tryggðu sér rétt til að spila í 1. deild á næsta móti. Lið 1 hjá strákunum gerðu sér lítið fyrir og unnu 1. deildina og lið tvö hjá strákunum lentu í 2. sæti í sinni deild. Frekari pistlar ættu að berast von bráðar þegar þjálfarar hafa gefið sína skýrslu. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hóp okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

Æfingar hefjast í handboltanum 3. september

Góðan daginn. Nú er æfingatafla vetrarins orðin klár og hægt að sjá hana betur með því að smella á myndina.

Meistaraflokkur KA/Þórs kemur vel undan sumri

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór keppti á æfingamóti í Vodafonehöllinni um helgina.

Leikjaplan handboltans á landsmótinu

Hér má nálgast leikjadagskrá fyrir handboltann á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um Verslunarmannahelgina. KA sér um handboltann og er hann spilaður á föstudeginum frá 08:00-19:15

Lokahóf yngri flokka í handboltanum | Myndir

Á miðvikudaginn síðastliðin hélt handknattleiksdeildin lokahóf fyrir iðkendur sína í KA-heimilinu. Að venju var gríðarlega vel mætt á hófið, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir árangurinn í vetur, ásamt því sem allir fengu pítsu og gosglas. Þá stjórnaði Einvarður Jóhannsson keppni milli krakka og foreldra-/þjálfara af sinni alkunnu snilld. Loks gátu krakkarnir fengið hraðamælingu á skotum sínum og æft skothitni sína. Myndir má sjá inn í fréttinni

Lokahóf yngri flokka handboltans

Pistill og myndir frá úrslitaleik 4. flokks KA/Þór

Stefán Guðnason þjálfari 4. flokks KA/Þór gerir hér upp úrslitaleikinn og leggur mat á frábæran árangur stelpnanna. Hannes Pétursson sendi einnig myndir frá úrslitaleiknum

4. flokkur KA/Þórs leikur um Íslandsmeistaratitilinn