Fréttir

Stórsigur hjá 3. flokki KA/Þór

Stelpurnar byrja mótið því með stæl, unnu Gróttu með 15 mörkum í hreint út sagt frábærum leik.

Leikur dagsins: Heimaleikur Akureyrar gegn Stjörnunni

Þá er stóra stundin runnin upp, fyrsti heimaleikur Akureyrar á tímabilinu er í dag þegar strákarnir okkar taka á móti Stjörnunni úr Garðabæ. Akureyrarliðið hefur tekið töluverðum breytingum frá síðasta tímabili og margir bíða í óþreyju eftir að sjá liðið í alvöruleik

Skráning og greiðsla æfingagjalda hjá yngri flokkum í handbolta

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer nú öll í gegnum félagakerfið Nóra á síðunni https://ka.felog.is Með því að skrá iðkendur í þessu kerfi gefst foreldrum kostur á að nýta tómstundaávísunina frá Akureyrarbæ.

Fyrsti heimaleikur KA/Þór í dag mánud. 22. sept

Í kvöld klukkan 18:00 munu stelpurnar okkar í KA/Þór taka á móti Fram - leikið er í KA heimilinu. Einnig er hér bráðskemmtilegt kynningarmyndband á leikmannahópnum.

Tveir leikmenn frá Rúmeníu leika með KA/Þór í vetur

Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli. Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

Æfingaferð meistaraflokks KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður til Reykjavíkur nú á föstudaginn sl. í æfingaferð. Spilaðir voru þrír leikir í borginni, einn á föstudagskvöldinu og tveir á laugardeginum. Liðin sem spilað var við voru Valur, HK og Fylkir.

4. flokkur karla, handboltaæfingar eru hafnar

Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.

Tímabilið á enda hjá 4. flokki kvenna

Á síðustu sex dögum hafa bæði liðin hjá 4. flokki kvenna hjá KA/Þór spilað sína leiki í úrslitakeppninni

Góð helgi hjá yngra ári 4. flokks kvk

Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn. Auk þess var Heiðbjört markvörður sem staðið hefur vaktina vel á milli stangana í Reykjavík þannig að Sædís Marínósdóttir tók á sig að fara í markið.

Eldra ár 4. flokks kvenna einnig komnar í bikarúrslit!

Stelpurnar á eldra ári 4. flokks kvenna hjá KA/Þór fengu HK í heimsókn á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar. Þórir Tryggvason var á staðnum og tók myndir á leiknum.