Fréttir

Yngra ár fjórða flokks kvenna komið í bikarúrslit!

Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki kvenna hjá KA/Þór mættu ÍR í undanúrslitum í KA heimilinu á sunnudeginum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður á köflum hjá stelpunum en óákveðni í sókninni og einbeitingaleysi í vörninni voru þó áberandi heilt yfir. Þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik fóru stelpurnar inn með 12-9 forystu. Í seinni hálfleik var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér í Höllina. Vörnin lokaðist, Arnrún hrökk í gang í markinu og sóknarleikurinn varð miklu beittari. Forskotið óx jafnt og þétt og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Það fór svo að stelpurnar lönduðu glæsilegum 26-16 sigri fyrir framan dygga áhorfendur á pöllunum.

ATH leik frestað vegna veðurs - Undanúrslit í bikarnum hjá 4. flokki kvenna

Nú á morgun, fimmtudag, spilar yngra árið hjá 4. flokk kvenna undanúrslitaleik við stolt Breiðholtsins, ÍR í KA heimilinu. Það þarf ekkert að fara í einhverjar málalengingar hvað er undir í þessum leik, ferð í Höllina í sjálfan bikarúrslitaleikinn. ÍR stelpurnar munu eflaust selja sig dýrt en stuðningur foreldra og Akureyringa almennt getur skipt höfuð máli. Formaður unglingaráðs, Jón Árelíus mun persónulega gefa þeim áhorfanda sem styður hvað best, eitt stykki high five og prins póló í leikslok. Fjölmennum á pallana á morgun klukkan 18:00 í KA heimilinu og búum til alvöru bikarstemmingu!

Yngra ár 4. kvk komið í undanúrslit bikars!

Stelpurnar á yngra ári KA/Þórs mættu HK í KA heimilinu í dag, sunnudag. HK stelpur byrjuðu leikinn af krafti og komust í 0-3 áður en heimastúlkur ákváðu að byrja þennan leik. Leikurinn var í járnum framan af en HK stelpur alltaf skrefi á undan. Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn fóru heimastúlkur að finna taktinn og náðu tökum á leiknum smám saman. Hagur HK stúlkna versnaði þegar leikmaður HK gerði sig seka um ljótt brot í hraðaupphlaupi og fékk verðskuldað rautt spjald fyrir.

Háspennuleikur á Nesinu í 8 liða úrslitum bikars hjá 4. flokki kvenna

Það var hart barist frá fyrstu mínútu og ljóst að varnir bekkja liða væru tilbúnar í leikinn enda staðan 0-1 fyrir norðanstúlkur eftir 8 mín. KA/Þór var að búa sér til úrvals færi en markvörður Gróttu fór vægast sagt hamförum í leiknum og hélt sínum stúlkum á floti lengi vel. Leikurinn var allt til enda í járnum og munurinn aldrei meiri en eitt til tvö mörk.

Myndir frá afmælishátíð KA 8. janúar

Þórir Tryggvason sendi okkur fjölmargar myndir frá afmælishátíð KA sem haldin var sunnudaginn 8.  janúar síðastliðinn.

Nóg um að vera í KA heimilinu um helgina.

3. flokkur karla hefur leik klukkan 13:45 í dag þegar B lið þeirra tekur á móti FH í íslandsmótinu í handbolta. B lið 3. flokks karla er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og því um mikilvægan leik að ræða.  Klukkan 16 spila mst. flokkur kvenna í blaki gegn liði Ýmis í KA heimilinu.  Um helgina spilar 4. flokkur kvenna samtals fjóra leiki. Í dag mæta stelpurnar í A liði Haukum klukkan 17:30 í KA heimilinu. A liðið er búið að vera á mikillri siglingu í vetur og hafa einungis tapað einum leik sem einmitt var þeirra fyrsti leikur.  Á morgun, sunnudag spilar B liðið gegn Haukum klukkan 10 og 12 en A liðið spilar klukkan 11 gegn Haukum.  Þannig að ef leiði sækir að um helgina er nóg um að vera í KA heimilinu og um að gera að mæta upp eftir og fylgjast með íþróttaviðburðum helgarinnar.  

KA annáll 2010

Hér fer á eftir annáll sem Tryggvi Gunnarsson, varaformaður KA flutti á KA-deginum þann 16. janúar þar sem jafnframt var fagnað 83. afmæli félagsins.

VefTV: EM stemmingin í KA heldur áfram - Martha og Stebbi Guðna í viðtali

Góð stemming var í KA heimilinu í dag á leik Austurríkis og Íslands en leikurinn var geysilega spennandi. Honum lauk með svekkandi jafntefli 37-37. Við ræddum við þau Stebba Guðna og Mörthu Hermans um leikinn og einnig komandi leik KA/Þórs um helgina. Sannkölluð handboltaveisla verður nefnilega í KA - Heimilinu á laugardag, kl 16:00 hefst leikur KA/Þórs og Víkings sem verður væntanlega mjög spennandi, þar á eftir verður svo hægt að horfa á leik Íslands og Dana á breiðtjaldi. Boðið verður upp á frábærar veitingar á góðu verði, votar og þurrar. Foreldrar eru einnig hvattir til að taka börnin með og gera þetta af fjölskyldustemmingu.

VefTV: EM stemming í KA - Jonni og Tryggvi um gengi strákanna okkar

Fyrsti leikur Íslands á EM var í kvöld á móti Serbum og lauk honum með afar svekkjandi jafntefli 29 - 29. Aðalstjórn KA tók upp á því að sýna leikinn á breiðtjaldi fyrir félagsmenn og bauð einnig upp á pizzur o.fl. á hagstæðu verði. Mætingin hefði þó mátt vera meiri og hvetjum við alla að mæta á næsta leik, fimmtudaginn n.k. kl 16:00. Tíðindamaður síðunnar tók Jónatan Magnússon og Tryggva Gunnars tali eftir leikinn.

KA dagurinn verður haldinn á laugardaginn!

Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í. Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!