Fréttir

Myndir frá 6. flokks mótinu í handbolta

Hannes Pétursson sendi okkur myndir frá Íslandsmóti 6. flokks eldra árs stráka sem nú stendur yfir á Akureyri

6. flokks mót eldra ár - leikjaplan og úrslit

Um helgina fór fram fimmta og jafnframt lokaumferð Íslandsmótsins hjá eldra ári 6. flokks karla í handknattleik. Hér á síðunni er hægt að sjá öll úrslit og lokastöðu flokka og riðla.

Eldra ár 4. flokks kvenna komið í úrslit!

4. flokkur kvenna eldra ár tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn nú í dag, sumardaginn fyrsta.

Hamrarnir - Víkingur myndir frá leiknum

Hamrarnir luku tímabilinu með stæl og eiga mikið hrós skilið fyrir flotta umgjörð í leiknum og hetjulega baráttu.

Oddaleikur ÍR og Akureyrar í textalýsingu

Klukkan 16:00 í dag hefst þriðji leikur Akureyrar og ÍR í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Leikurinn er ekki sýndur í sjónvarpinu en er í textalýsingu á síðu Akureyrar Handboltafélags!

Akureyri - ÍR á föstudagskvöldið

Akureyri tekur á móti ÍR í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins og verður að sigra! Sigri Akureyri knýr liðið fram oddaleik en tapist leikurinn er tímabilið búið. Nú verðum við einfaldlega að troðfylla Höllina og sjá til þess að strákarnir sigri!

Nóg að gera í handboltanum um helgina

að er svo sannarlega í nógu að snúast um þessa helgi hjá handboltafólki á Akureyri. Það er ekki bara meistaraflokkur karla hjá Akureyri og Hömrunum sem er í eldlínunni

Síðasti heimaleikur Akureyrar í deildinni, frítt inn!

Akureyri leikur sinn síðasta heimaleik í Olís-Deildinni í kvöld þegar FH kemur í heimsókn. FH situr í 4. sæti deildarinnar á meðan Akureyri er í 5. sæti, þrjú stig skilja liðin að. Það er frítt inn á leikinn og því um að gera að fjölmenna í Höllina og upplifa magnaðan handboltaleik.

Handboltaveisla um helgina

Taktu mánudaginn frá - þér er boðið á leik Akureyrar og FH. Auk þess verða fjölmargir handboltaleikir á dagskrá um helgina! Bein textalýsing á leik KR og Hamranna

Akureyri - ÍBV í Íþróttahöllinni á laugardaginn

Það er svo sannarlega hægt að tala um stórleik í Íþróttahöllinni á laugardaginn þegar Íslandsmeistarar ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar koma norður